Saga - 1976, Page 12
10
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
III. Þjóðernishreyfing Islendinga stofnuð.
Stefnuskrá Þ. H. 1.
Stofnun hins nýja flokks komst á rekspöl ári síðar, á
öndverðu árinu 1933. I aprílbyrjun það ár var Jón H.
Þorbergsson aftur á ferð í Reykjavík. Þeir, sem beittu
sér fyrir flokksstofnuninni, komu enn á ný saman til
funda.1 Ljóst er, að auk Jóns H. Þorbergssonar átti Gísli
Sigurbjörnsson frímerkjakaupmaður mikinn þátt í stofn-
un hins nýja flokks. Gísli hafði kynnzt nazismanum þýzka
í verzlunarferðum sínum til Þýzkalands á öndverðum ár-
unum 1932 og 1933. Helzta áhugamál Gísla um þessar
mundir var baráttan gegn kommúnismanum. 1 aprílbyrjun
gaf hann út frumsaminn bækling, sem hann nefndi „Sann-
leikurinn um Kommúnismann". Þessi bæklingur er at-
hyglisverður fyrir þá sök, að kápusíða hans er skreytt
með hakakrossi af þýzkri gerð innan í þríhyrndum reit,
en umhverfis hakakrossinn er letrað orðið Island. Þá er
sennilegt, að Eiður S. Kvaran, sem lauk cand. mag. prófi í
sagnfræði og mannfræði við háskólann í Miinchen snemma
árs 1933, hafi einnig tekið þátt í stofnun flokksins. Eiður
kom til landsins frá Þýzkalandi í aprílbyrjun. Um miðjan
apríl hélt Jón H. Þorbergsson norður í land, en Gísli og
Eiður héldu áfram að undirbúa flokksstofnunina ásamt
fleiri mönnum, en ekki er vitað, hverjir þeir voru. I ofan-
verðum apríl var lokið við að semja stefnuskrá hins nýja
flokks, sem hlaut nafnið Þjóðernishreyfing Islendinga, en
ekki Þjóðstjórnarflokkur, eins og Jón H. Þorbergsson hafði
lagt til. Stefnuskráin er á þessa leið:
„I. Ríkismál.
1. Vjer krefjumst, að ríkisvaldið vinni ávalt fyrst og fremst
að verndun og' efiing sjálfstæðis íslenska ríkisins.
2. Vjer krefjumst öflugs ríkisvalds til þess að halda uppi
friði og rjetti í landinu.
3. Vjer krefjumst, að stjórnmálaflokkum og blöðum verði
bannað að þiggja erlendan styrk til stjórnmálastarfsemi.