Saga - 1976, Page 13
NAZISMI Á ÍSLANDI
11
4. Vjer krefjumst, að sambandinu við Dani verði slitið svo
fljótt sem unt er og að þegar verði hafinn undirbúningur
að sambandsslitum.
II. Menningarmál.
5. Vjer krefjumst eflingar íslenskrar menningar á þjóðleg-
um grundvelli.
6. Vjer krefjumst, að námsgreinum við Háskóla vorn verði
fjölgað hið fyrsta, einkum í hagnýtum fræðum, og að
rannsakað verði sem fyi-st alt, er lýtur að atvinnuvegum
vorum.
7. Vj-er krefjumst, að ríkið styrki unga mentamenn til
náms erlendis, einkum í þeim greinum, sem eigi eru
kendar við Háskóla vorn og oss vanhagar mest um.
8. Vjer krefjumst, að í heilbrigðismálum sje þess framar
öllu gætt, að kynstofninn spillist eigi af völdum arfgengra
sjúkdóma. Heilbrigði þjóðarinnar sje vemduð og efld á
grundvelli mannkynbótafræðinnar (Rassenhygiene, Euge-
nik).
9. Vjer krefjumst, að strangt eftirlit sje haft með næmum
sjúkdómum, sem einkum eru hættulegir heilbrigði þjóðar-
innar, svo sem berklaveiki og kynsjúkdómar.
III. Velferðarmál.
10. Vjer krefjumst, að þjóðarheill sitji ávalt í fyrirrúmi fyrir
hagsmunum stjórnmálaflokka og einstakra manna.
11. Vjer krefjumst, að unnið verði að auknum skilningi og
samúð milli allra stjetta þjóðfjelagsins meðal annars með
því, að verkamenn fái hlutdeild í arði þeirrar framleiðslu,
er þeir vinna við.
12. Vjer krefjumst, að ríkið beiti sjer fyrir byggingu verka-
mannabústaða með hagkvæmum lánum og framlagi úr
ríkissjóði. Verkamönnum sje gert kleift að eignast bú-
staðina.
13. Vjer krefjumst, að löggjöfinni sje hagað þannig, að at-
vinnuvegirnir geti blómgast og veitt landsins bömum
nóg brauð.
IV. Atvinnumál.
14. Vjer krefjumst afnáms ríkisrekstrar, þar sem hann brýt-
ur í bága við framtak einstaklingsins eða þjóðarheill.
15. Vjer krefjumst, að ríkið beiti sjer af alefli fyrir því, að
kjör sveitanna verði bætt, svo að stöðvist straumurinn úr
sveitum landsins í bæina.