Saga - 1976, Page 14
12
ASCEIR GUÐMUNDSSON
16. Vjer krefjumst, að ríkið beiti sjer fyrir því, að landbún-
aður vor verði rekinn með nýtísku sniði og að leitað verði
nýrra markaða fyrir afurðir hans erlendis.
17. Vér krefjumst, að ríkið styðji innlendan iðnað og iðju
með því að afnema framleiðslutolla og með því að leggja
vemdartolla á þær erlendar vörur, er framleiða má jafn
ódýrar og góðar í landinu sjálfu og með hagkvæmum lán-
veitingum til iðnaðar.
18. Vjer krefjumst, að efldar verði samgöngur bæði á sjó
og landi og að Islendingar taki á næstunni allar sigl-
ingar milli hafna og útlanda í sínar hendur.
19. Vjer krefjumst, að engir erlendir menn stundi atvinnu
hjer á landi, nema um sjerfræðinga sje að ræða, og þá
því aðeins, að eigi sje völ jafn góðra innlendra.
20. Vjer krefjumst, að komið verði á þegnskylduvinnu hjer
á landi.
V. Fjármál.
21. Vjer krefjumst, að ríkið gæti þess jafnan fyrst og fremst
að búa skuldlaust.
22. Vjer krefjumst, að fjármál ríkisins sjeu rannsökuð ná-
kvæmlega og að nákvæmt eftirlit sje haft með hag og
stjóm bankanna og allra þeirra atvinnufyrirtækja, sem
rekin eru eða rekin munu verða af ríkinu.
23. Vjer krefjumst, að skattaálögur sjeu ávalt miðaðar við
gjaldþol þegnanna.“2
Það, sem einkum er athyglisvert við stefnuskrána, er
orðalagið „vjer krefjumst", sem er frekar óvenjulegt,
þegar stefnuskrár stjórnmálaflokka eiga í hlut, en hér
mun um að ræða áhrif frá stefnuskrá þýzka nazistaflokks-
ins. í fyrsta kafla stefnuskrárinnar er það krafan um
öflugt ríkisvald, sem vekur athygli, en hægrisinnaðir
flokkar hafa jafnan krafizt þess, að lögum og reglu sé
haldið uppi. Þess gætti mjög í málflutningi stuðnings-
manna Þjóðernishreyfingarinnar, að þeim þótti ríkisvaldið
veikt hér á landi og kvörtuðu yfir því, að kommúnistar
og jafnaðarmenn virtu lög og rétt að vettugi og hefðu í
frammi yfirgang og ójöfnuð. Stjórnmálaflokkarnir, sem
átt er við í 3. grein, eru Alþýðuflokkurinn og Kommún-