Saga - 1976, Page 15
NAZISMI Á ÍSLANDI
13
istaflokkur Islands, en það orð lék á, að þeir og blöð þeirra
nytu fjárhagsaðstoðar erlendis frá. Þessir flokkar báru
hins vegar Þjóðernishreyfingunni hið sama á brýn. Krafan
um tafarlausan undirbúning að sambandsslitum við Dani
er nokkuð snemma á ferðinni, því að ekki var unnt að
krefjast endurskoðunar sambandslaganna fyrr en eftir
1940.
8. og 9. greinar stefnuskrárinnar má rekja til Eiðs S.
Kvaran. Hann skrifaði grein í „Islenzka endurreisn", sem
hann kallaði „Kynspilling og varnir gegn henni“. Sagði
hann þar, að þeir, sem væru verr ættaðir, ykju kyn sitt
örar en kynbezta fólkið og þess vegna spilltist kynstofn-
inn. Jafnframt gerði Eiður grein fyrir mannkynbótafræð-
inni, „sem á erlendum málum er kölluð Rassenhygiene eða
Eugenik“. Einnig sagði hann í greininni, að berklaveiki
og kynsjúkdómar hefðu valdið kynspillingu meðal menn-
ingarþjóða.3 Má telja öruggt, að Eiður hafi samið 8. og 9.
greinar stefnuskrárinnar, en þessar tvær greinar bera
vitni um greinileg áhrif frá þýzkum nazistum, sem að-
hylltust einmitt þess háttar skoðanir.
10. og 11. greinar stefnuskrárinnar eru að mestu sam-
hljóða samsvarandi greinum í stefnuskrá Jóns H. Þor-
bergssonar, en eins og fyrr segir, minnir sú fyrri mjög
á slagorð þýzkra nazista: „Gemeinwohl geht vor Eigen-
nutz“, og hvað þá síðari áhrærir, þá voru þýzkir nazistar
andvígir stéttabaráttu og eitt af stefnumálum þeirra var,
að verkamenn fengju hlutdeild í hagnaði fyrirtækja, sem
þeir unnu hjá.4
5. og 21. greinar stefnuskrárinnar virðast vera teknar
úr stefnuskrá Jóns H. Þorbergssonar, og bendir það til
þess, að Jón hafi tekið þátt í að semja stefnuskrá Þjóð-
ernishreyfingarinnar.
T 20. grein er þess krafizt, að komið verði á þegnskyldu-
vinnu hér á landi. Árið 1916 var fellt í þjóðaratkvæða-
greiðslu að taka upp þegnskylduvinnu á Islandi.5 Þjóðernis-
sinnar létu það ekki á sig fá og héldu uppi áróðri fyrir