Saga - 1976, Page 16
14
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
ágæti þegnskylduvinnu og vitnuðu m. a. til Búlgaríu, sem
þeir kölluðu föðurland þegnskylduvinnunnar.6
Þegar stefnuskráin er athuguð, kemur í Ijós, að aðeins
sex af 23 greinum hennar (2., 8., 9., 10., og 20.) eru til
marks um greinileg nazistísk viðhorf. Aðrar greinar henn-
ar bera þess merki, að hún er sprottin upp úr jarðvegi
kreppunnar. Jafnframt er hún mjög þjóðernis- og hægri-
sinnuð, eins og vænta mátti. Að öðru leyti má segja um
stefnuskrána, að í henni kennir margra grasa. Höfðað er
til verkamanna, bænda, iðnaðarmanna og atvinnurekenda
með kröfum, sem voru þessum stéttum að skapi, og þannig
reynt að vinna þær á band Þjóðernishreyfingarinnar.
Líkur benda til, að auks Eiðs S. Kvaran og Jóns H. Þor-
bergssonar hafi þeir Gísli Sigurbjörnsson og Gísli Bjarna-
son fulltrúi í fjármálaráðuneytinu tekið þátt í að semja
stefnuskrána, en af henni má draga þá ályktun, að Þjóð-
ernishreyfing Islendinga var ekki hreinræktaður nazista-
flokkur, heldur einhvers konar sambland íhalds- og naz-
istaflokks. Þessi ályktun styrktist, þegar athugað er, hverj-
ir þeir menn voru, sem stóðu að stofnun hreyfingarinnar,
og af hvaða hvötum þeir gerðu það.
IV. StofnencLur Þjóðernishreyfingarinnar.
Hverjir voru það, sem stóðu að stofnun Þjóðemis-
hreyfingar Islendinga, og hvers vegna var hreyfingin
stofnuð? Magnús Jónsson prófessor og alþingismaður
segir svo í bók sinni „Sjálfstæðisflokkurinn fyrstu 15
árin“ um stofnendur Þjóðernishreyfingarinnar: „Voru
þetta ungir menn, sem flestir voru Sjálfstæðismenn .. .“i
1 grein í „Heimdalli", blaði ungra Sjálfstæðismanna, lýsti
Þorsteinn Bernharðsson félögum Þ. H. I. á þessa leið:
„Nú vill svo til, að flestir sem ennþá fylla flokk þjóðernis-
sinna eru gamlir sjálfstæðismenn. Það eru áhugasamir ungir
menn, sem hefir fundist of mikil deyfð í flokki sínum, til
þess að þeir gætu starfað þar, og heldur kosið að stofna nýjan
flokk á svipuðum grundvelli.“2