Saga - 1976, Page 17
NAZISMI Á ÍSLANDI
15
1 sama streng tók Gísli Sveinsson alþingismaður og
sýslumaður. Komst hann svo að orði, að hinir djörfustu
ungra Sjálfstæðismanna hefðu fylkt liði í höfuðstaðnum
með hreina þjóðernisstefnuskrá og því ákveðna markmiði
að vinna bug á hinum innfluttu niðurrifsstefnum. Bauð
hann Þjóðernishreyfinguna velkomna í trausti þess, að
hún vildi halda uppi lögum og rétti.3
Hverjir voru þessir óánægðu Sjálfstæðismenn, sem
stofnuðu Þjóðernishreyfinguna? Tvær heimildir eru til
um þetta efni, en það eru greinar, sem birtust í „Verklýðs-
blaðinu“ og „Tímanum" í maí 1933.4 1 þessum greinum var
skýrt frá fundi, sem Þ. H. I. hélt miðvikudaginn 3. maí í
Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu fyrir styrktar-
nienn sína og félaga, og nafngreindu bæði blöðin helztu
styrktarmenn og leiðtoga hreyfingarinnar. Þegar þessar
heimildir eru skoðaðar og athugað, hverjir skipuðu Aðal-
rá,ð Þ.H.l.5, verður niðurstaðan sú, að forgöngu að stofn-
un Þjóðernishreyfingar Islendinga höfðu kaupsýslumenn,
sem voru félagar í Sj álfstæðisflokknum. Eins og kemur
fram í ummælum Þorsteins Bernharðssonar, voru þessir
nienn óánægðir með stefnu Sjálfstæðisflokksins og fannst
niikil deyfð ríkja innan flokksins. Magnús Jónsson telur,
að átökin við Góðtemplarahúsið 9. nóvember 1932 hafi átt
nokkurn þátt í, að Þj óðernishreyfingin var stofnuð,6 og
sömu ályktun má draga af málflutningi í blöðum Þjóðernis-
hreyfingarinnar. Magnús telur einnig, að með stofnun
hreyfingarinnar hafi verið um að ræða „skarpa og ein-
dregna andstöðu og viðspyrnu gegn uppivöðslu" kommún-
ista, sem hafi hvað eftir annað sýnt sig í því að trufla
fundarfrið og ógna öryggi andstæðinga sinna.7 Þá voru
frumkvöðlarnir að stofnun hreyfingarinnar afar óánægðir
nieð hlut verzlunarinnar og fannst hann vera fyrir borð
borinn. Töldu þeir, að kaupfélögin og S. I. S. nytu stór-
kostlegra ívilnana um greiðslu á tekju- og eignaskatti, en
verzlunarstéttin væri ofsótt með gífurlegum skattaálögum
og ríkisrekstri á ýmsum vörum, og væri þetta banaráð við