Saga - 1976, Síða 22
18
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
kommúnismans“], sem aðal stefnumið hennar, og vilja í
engu fara ótilknúðir út fyrir takmörk þingræðis og lýðræðis,
og er það von mín, að fyrir tilstuðlan þeirra sníðist „þjóð-
ernishreyfingunni" sá stakkur, að hún megi verða þjóð vorri
til sannra heilla, enda aldrei meiri þörf sannrar þjóðernis-
hreyfingar en nú.“io
I þessum ummælum endurspeglast sá tvískinnungur, sem
einkenndi Þjóðernishreyfingnna alla þá tíð, sem hún starf-
aði. Annars vegar voru íhaldssamir félagar í Sjálfstæðis-
flokknum, sem vildu beita sér fyrir þjóðrækni og baráttu
gegn kommúnistum, en hins vegar voru ungir menn um
og innan við tvítugt, sem aðhylltust kenningar þýzkra
nazista og vildu taka þá sér til fyrirmyndar í einu og
öllu. Fulltrúar hinna síðarnefndu í forystu hreyfingar-
innar voru þeir Helgi S. Jónsson og Jón Aðils. Báðir þessir
hópar áttu það sameiginlegt, að þeir voru óánægðir með
ríkjandi ástand, en að öðru leyti bar þeim margt á milli,
og kom sá ágreiningur í ljós fyrr en varði.
Þau atriði, sem hafa verið rakin í þessum kafla, styrkja
þá ályktun, sem gerð var grein fyrir í kaflanum hér á
undan, að Þjóðernishreyfing Islendinga var ekki hrein-
ræktaður nazistaflokkur, heldur sambland íhalds- og naz-
istaflokks.
V. Þjóðernishreyfingin og stjórnviálafloklcarnir.
Takmark Þjóðernishreyfingarinnar.
Óhætt er að fullyrða, að stofnun Þjóðernishreyfingar
Islendinga vorið 1933 vakti mikla athygli um allt land.
Eins og vænta mátti, voru viðhorf blaðanna og ýmissa
einstaklinga í garð hreyfingarinnar á ýmsa lund. „Alþýðu-
blaðið“, „Verklýðsblaðið" og „Tíminn“ vönduðu Þjóðernis-
hreyfingunni ekki kveðjurnar og fullyrtu, að stefna hennar
væri útlend, hún hefði útlend merki og starfaði fyrir útlent
fé og eftir útlendum fyrirmyndum og væri ofbeldisflokkur.
Afstaða „Morgunblaðsins“ í garð hreyfingarinnar var