Saga - 1976, Síða 23
NAZISMI Á ÍSLANDI
19
hins vegar mjög vinsamleg. 1 forystugrein blaðsins í júní-
byrjun var komizt þannig að orði um Þ. H. 1.:
„Kommúnisminn rússneski, stjettahaturspólitík sosíaldemo-
krata og svikaflækja Hriflunganna eru sjúkdómar, sem þjáð
hafa þjóðina á undanförnum árum.
Allir hafa sjúkdómar þessir beinst með mestri áfergju að
æskulýðnum og hinni uppvaxandi kynslóð. Sýkt æska er sama
og dauðvona þjóðfjelag. Það hafa þeir vitað, sem mest hafa
stutt að útbreiðslu kommúnismans, með kenslustarfsemi, blaða-
útgáfu, stjettabaráttu, með því að grafa undan heilbrigðu
framleiðslu- og viðskiftalífi.
Æska landsins og hin uppvaxandi kynslóð hefir tekið hinni
vaknandi þjóðernishreyfingu með mesta fögnuði ...
En hvernig svo sem starfsemi íslenskra þjóðernissinna
verður háttað í framtíðinni ... þá er eitt víst, að þjóðernis-
hreyfing íslendinga, sú hreyfing, sem að því miðar að verj-
ast kommúnistiskum sjúkdómum og erlendum niðurdreps-
áhrifum, er sprottin úr alíslenskum jarðvegi — af innlendri
nauðsyn.“i
Þó að „Morgunblaðið“ væri vinsamlegt í garð Þjóðernis-
hi'eyfingarinnar fyrst í stað, þá brá svo við, að það hætti
alveg að minnast á hana, þegar komið var fram í júní-
mánuð 1933.
Um afstöðu Þjóðernishreyfingarinnar til Sjálfstæðis-
flokksins komst „Islenzk endurreisn", málgagn hreyfingar-
innar, þannig að orði:
„Af hálfu blaða Sjálfstæðisflokksins hefir Þjóðernishreyf-
ingin fengið yfirleitt vingjarnlegar viðtökur. Það er samt
ástæða til þess að vara við þeim misskilningi, er sumstaðar
hefir gætt: að Þjóðernishreyfingin sje aðeins afsprengi Sjálf-
stæðisflokksins, því að svo er ekki. Að vísu er stefnumunur
milli okkar Þjóðernissinna og Sjálfstæðisflokksins ekki veru-
legur, en við krefjumst, að stefnunni sé fylgt fram hik- og
hálfvelgjulaust. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn útrýma þeim
óheillaöflum, sem undanfarin ár hafa leitt þjóðina á glötun-
arbarminn, þá verður hann að berjast gegn þeim með meira
krafti en hann hefir gert hingað til.“2