Saga - 1976, Page 24
20
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
Af þessari tilvitnun má ráða, að aðstandendum Þjóð-
ernishreyfing-arinnar þótti Sjálfstæðisflokkurinn ekki
nógu harður í horn að taka í stjórnmálabaráttunni, og
kemur það heim við ummæli Þorsteins Bernharðssonar, sem
vitnað var til hér að framan.
„Morgunblaðið" hafði hins vegar þetta að segja um Þjóð-
ernishreyfinguna í janúarlok 1934:
.. hefir sá f jelagsskapur hingað til stutt Sjálfstæðisflokk-
inn og síðast nú við bæjarstjórnarkosninguna. Þjóðernis-
hreyfingin var stofnuð til þess að vinna á móti ofbeldis-
stefnu kommúnista, og er hún þar í fullu samræmi við
stefnu Sjálfstæðisflokksins, enda skipuð mörgum eindregnum
Sjálfstæðismönnum. Þessir áhugasömu flokksmenn hafa vita-
skuld sjeð það, að því aðeins tekst að vinna bug á ofbeldis-
stefnu kommúnista, að Sjálfstæðisflokkurinn verði efldur sem
mest og best.“3
Þjóðernissinnar mótmæltu þessum fullyrðingum „Morg-
unblaðsins" eindregið og sögðu, að Þjóðernishreyfingin
væri ekki í neinum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn.4 Eins
og þegar hefur komið fram, er það rétt hjá „Morgunblað-
inu“, að náin tengsl voru milli Sjálfstæðisflokksins og Þjóð-
ernishreyfingarinnar og að margir Sjálfstæðismenn voru
félagar í Þjóðernishreyfingunni, enda komst Jón Aðils svo
að orði, að inn í hreyfinguna hefðu slæðzt menn með aðra
löppina í öngþveiti stéttabaráttunnar og álitið Þjóðernis-
hreyfinguna guðsgjöf til styrktar Sjálfstæðisflokknum.
Fyrir atbeina þessara manna hefðu áhrifin frá Sjálfstæð-
isflokknum orðið æ greinilegri og lítill munur á fjölda
manna í hreyfingunni og Sjálfstæðisflokknum.5
„Islenzk endurreisn" og „Ákæran“, sem ungir þjóðernis-
sinnar gáfu út, héldu uppi harðri gagnrýni gegn hinum
þremur stjórnmálaflokkunum, Framsóknarflokknum, Al-
þýðuflokknum og Kommúnistaflokknum. Þjóðernissinnar
gerðu ekki mikinn greinarmun á þessum þremur flokkum.
Þeir lögðu kommúnista og jafnaðarmenn að jöfnu og töldu
Framsóknarmenn vera grímuklædda kommúnista.