Saga - 1976, Page 25
NAZISMI Á ÍSLANDI
21
1 ávarpi til Islendinga, er birtist í „Islenzkri endurreisn",
sagði, að Framsóknarflokkurinn hefði sökkt landinu í
botnlausar skuldir, fé ríkisins hefði verið eytt af mesta
fyrirhyggj uleysi, óþörfum embættum hefði rignt yfir fylg-
ismenn stjórnarinnar, óhóflegir skattar hefðu verið lagðir
á þegnana, sem þeir gætu ekki risið undir og þúsundir
manna orðið atvinnulausar. Þetta ástand væri ekki krepp-
unni að kenna, heldur mönnunum, sem hefðu stjórnað
landinu undanfarin ár af óverjandi fyrirhyggju- og
ábyrgðarleysi. Jafnframt þessu fengju kommúnistar í
skjóli þáverandi stjórnar að svívirða allt, sem öðrum
mönnum væri helgast, allt frá guðshugmyndinni til þjóð-
ernistilfinningarinnar. Þeir fengju að etja manni gegn
manni og stétt gegn stétt. 1 skjóli þáverandi stjórnar ynnu
þeir að því að kollvarpa þjóðskipulaginu og svívirtu ís-
lenzka fánann.
Þjóðernissinnar kváðust ekki geta þolað þetta ástand
lengur. Ef ekkert yrði að gert, væri ný Sturlungaöld í að-
sigi og sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Stefna íslenzkra
þjóðernissinna væri að reisa úr rústum það, sem valdhaf-
amir hefðu rifið til grunna, og samstilla alla íslenzka
krafta að einu marki: heill og hamingju þjóðarinnar. Bar-
áttan gegn „íslands óhamingju" væri hafin og yrði haldið
áfram, unz yfir lyki.6
Miklu rúmi í blöðum þjóðernissinna var varið í mál-
flutning gegn kommúnistum, enda fullyrtu þjóðernis-
sinnar, að kommúnistar nytu aðstoðar frá Gyðingaauð-
valdi Rússlands til að kollvarpa þjóðskipulaginu. Þjóðernis-
hreyfing Islendinga væri eini stjórnmálaflokkurinn, sem
treystandi væri til að taka ákveðið á baráttumálunum
gegn spillingu kommúnismans. Takmark þjóðernissinna
væri alger útrýming kommúnista.7
Um Alþýðuflokkinn sögðu þjóðernissinnar, að það yrði
hlutverk þeirra að fletta ofan af svikum hans við íslenzk-
an verkalýð, sem Alþýðuflokksmenn hefðu dregið á tálar
með ábyrgðarlausum æsingaskrifum og stéttahatri. Það