Saga - 1976, Page 26
22
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
yrði hlutverk þjóðernissinna að bjarga verkalýðnum úr
klóm þessara akspikuðu ístrubelgja, sem með breytni sinni
hefðu sannað, að þeir væru ekki fulltrúar verkamanna,
heldur fulltrúar sjálfra sín og venzlamanna sinna. Sá
tími myndi koma, að íslenzkur verkalýður sneri baki við
þessum þokkapiltum, sem létu sér velferð almennings í
léttu rúmi liggja.8
Þá fullyrtu þjóðernissinnar, að Þjóðernishreyfingin væri
ávöxtur af því ófremdarástandi, sem valdhafar síðustu
ára (þ. e. Framsóknarflokkurinn) hefðu leitt yfir þjóðina.
Þjóðernishreyfingin væri borin uppi af æskulýð landsins
og hlutverk hennar yrði að kveða niður sundrungaróvætt-
ina, sem öldum saman hefði staðið þjóðinni fyrir þrifum
og lamað öll sameiginleg átök hennar. Þjóðernishreyfingin
hefði það markmið að sameina þjóðina til starfa og dáða.
Takmarkið væri: engir flokkar, aðeins sameinuð og sterk
íslenzk þjóð. Þjóðernissinnar kváðust vilja útrýma öðrum
stjórnmálaflokkum.9 Virðist þar vera um áhrif frá þýzk-
um nazistum að ræða, því að þeir höfðu það á stefnuskrá
sinni og útrýmdu öðrum stjórnmálaflokkum, þegar þeir
komust til valda.
Takmark Þjóðernishreyfingarinnar var ekki aðeins
fólgið í því að útrýma stjórnmálaflokkunum, heldur ætlaði
hún sér stærri hlut, að því er Sveinn Jónsson skýrði frá:
„Takmark flokksins er: Sigur Þjóðernisjafnaðarstefnunnar
á íslandi 1943. — Þ. H. í. er stofnað 1933. — Það eru því eftir
níu ár, sem við munum nota til að berjast fyrir þessu tak-
marki okkar. Við vitum, að baráttan verður hörð, en mót-
staðan mun herða okkur sjálfa. Við skorum á alla þá menn,
sem vilja gera Island að landi, þar sem enginn stéttamunur
og þar af leiðandi engin stéttabarátta er til, að fylkja sér
undir merki Þ. H. 1. Við berjumst fyrir hagsmunum allra
stétta, fyrir frelsi, vinnu og brauði handa öllum.“io
Virðist einsýnt, að greinarhöfundurinn hefur verið
mikill bjartsýnismaður. Sami maður komst að þeirri nið-
urstöðu eftir að Þjóðernishreyfingin hafði klofnað, að á