Saga - 1976, Page 27
NAZISMI Á ÍSLANDI
23
bak við hana stæðu þúsundir karla og kvenna í öllum
flokkum um land allt.11
Athyglisvert er, að Sveinn Jónsson talar um sigur
þjóðernisjafnaðarstefnunnar en ekld þjóðernisstefnunnar,
eins og íslenzkir þjóðernissinnar nefndu stefnu sína. Orðið
».þjóðernisjafnaðarstefna“ er þýðing á þýzka orðinu
»,Nationalsozialismus“, en svo var stefna þýzkra nazista
nefnd eftir nafninu á flokki þeirra. Bendir þetta til þess,
að Sveinn Jónsson hafi álitið, að um einhvers konar skyld-
leika væri að ræða milli Þjóðernishreyfingarinnar og
þýzka nazistaflokksins. Það var ekki út í bláinn, að Sveinn
Jónsson nefndi ártalið 1943 í sambandi við væntanlegan
sigur þjóðernisjafnaðarstefnunnar á Islandi, því að það
ár var hægt að segja upp dönsk-íslenzku sambandslög-
unum.
VI. Þýzlc og ítölsk áhrif.
Þjóðernissinnar mótmæltu eindregið þeirri fullyrðingu
andstæðinga sinna, að Þjóðernishreyfingin sækti sér fyrir-
uijmdir til annarra landa:
„Þjóðernishreyfing íslendinga er af alíslenskum rótum runnin
og á alls engin mök við nokkrar erlendar stefnur eða flokka.
Ef svo væri ekki, þá bæri hún heldur ekki nafn sitt með
rjettu."1
Þá báru þjóðernissinnar á móti því, að þeir hefðu tekið
UPP hakakrossmerkið (eða Þórshamarinn, eins og þeir
kölluðu það) fyrir áhrif frá þýzkum nazistum, heldur
væri þetta merki ævafornt, og þeir, sem tækju það upp,
gerðu það í trausti þess, að hamingjan fylgdi þeim.2
Þrátt fyrir ofangreindar fullyrðingar, fer ekki á milli
utála, að þjóðernissinnar voru mjög hrifnir af Adolf Hitler
°g þýzka nazismanum. Jafnframt voru þeir mjög við-
kvæmir fyrir fréttaflutningi „Alþýðublaðsins", „Verklýðs-
blaðsins“ og „Tímans“ frá Þýzkalandi og sökuðu þessi blöð
um að bera út róg og óhróður um Þýzkaland.