Saga - 1976, Page 28
24
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
Gísli Sigurbjörnsson komst þannig að orði um þýzka
nazismann:
„Saga nazismans er æfintýrið um endurreisn þýsku þjóðar-
innar úr niðurlægingu og svívirðu. Saga nazismans sannar,
að þegar lieil þjóð rís upp gegn marxisma og kommúnisma og
hefir fyrir mark og mið rjetta og sanna þjóðernisstefnu, þá
er það ekkert, sem getur heft þá sigurför.“3
Gísli fór í ferðalag til Þýzkalands á ofanverðu árinu
1933. I fréttabréfi, sem hann skrifaði frá Þýzkalandi og
birt var í „Islenzkri endurreisn“, bar hann lof á Adolf
Hitler, fátæka alþýðumanninn, sem hefði bjargað þýzku
þjóðinni úr ógöngum. Einnig sagði Gísli, að allt tal um
Gyðingaofsóknir og morð og limlestingar á föngum væri
helbert slúður runnið undan rifjum kommúnista og jafn-
aðarmanna.4
1 „Islenzkri endurreisn“ birtust tvívegis fréttabréf frá
Kiel, sem voru auðkennd með bókstöfunum P. J. 1 hinu
fyrra var farið lofsamlegum orðum um Adolf Hitler og
stjórn nazista og sagt, að „ráðstafanir Þjóðverja gagn-
vart Gyðingum“ væru réttmætar og blátt áfram sjálfs-
vörn. Einnig sagði höfundurinn, að einhvern tímann kæmi
sá tími, að hreinsað yrði til á Islandi og skrúfað fyrir Gísla
Guðmundsson ritstjóra Tímans og Jónas Jónsson skóla-
stjóra. Þá yrði þaggað niður í þeim mönnum, sem leyfðu
sér að svívirða beztu menn Islands og við þá hreingem-
ingu mundi smekkur manna batna.5 P. J. var aftur á
ferðinni í 20. tbl. „Islenzkrar endurreisnar“ og hafði þær
fréttir að færa, að í Þýzkalandi væru afbrotamenn og
„pólitískir fangar“, þ. e. kommúnistar, fluttir í „Kon-
centrasionslager", en það væru betrunarstöðvar, þar sem
þessum auðnuleysingjum væri haldið að starfi og reynt
að gera þá að heiðarlegum mönnum, og væri meðferð
fanganna í alla staði hin mannúðlegasta. P. J. klykkti út
með því að segja, að Island hefði brýna þörf fyrir hrein-
læti í opinberu lífi. Ýmsir Islendingar hefðu gott af að