Saga - 1976, Side 29
NAZISMI Á ÍSLANDI
25
komast í kynni við betrunarstöðvar að þýzkri fyrirmynd.
Vinnuhælið á Litla-Hrauni væri vel til þess fallið að hýsa
höfund þeirrar stofnunar, Jónas frá Hriflu, og lið það,
sem honum væri handgengnast, og einnig þá, sem staðið
hefðu að árásinni á bæjarstjórnarfundinn sællar minn-
ingar. Ekki væri ósennilegt, að menn yrðu minntir óþægi-
kga á þennan sannleika fyrr en varði.6
Á vegum Þjóðernishreyfingarinnar starfaði Bókmennta-
félag þjóðernissinnanna, og veitti Gísli Sigurbjömsson því
forstöðu. I janúar 1934 gaf Bókmenntafélagið út bækling,
sem kallaður var „Friðarræðan“, en það var ræða, sem
Hitler hélt í tilefni þess, að Þýzkaland sagði sig úr Þjóða-
bandalaginu skömmu eftir að nazistar komust til valda í
Þýzkalandi.
I Vestmannaeyjum starfaði deild úr Þjóðernishreyfing-
unni. Gáfu þjóðernissinnar þar út blaðið „Fasistinn" árið
1933. Kristján Linnet bæjarfógeti var foringi þjóðernis-
sinna í Eyjum. Hann skrifaði í fjögur fyrstu tölublöð
»Fasistans“ langa og ítarlega grein um ítalska fasismann,
°g var þar um að ræða endursögn á enskri bók. Sagði
Linnet í lok greinarinnar, að þeir, sem álitu pólitíska
stefnu kommúnista háskalega þjóðinni, yrðu að kannast
við, að fasisminn ætti brýnt erindi hingað til lands, því
allir stjórnmálaflokkar hér á landi hefðu sýnt kommún-
Jstum miklu meira umburðarlyndi en fasisminn vildi þola,
að sýnt væri.7
VII. Starfsemi Þjóðernishreyfingarinnar.
Eins og fyrr segir var Þjóðernishreyfingin stofnuð í
aPríl 1933. Fyrst varð vart við hinn nýja flokk opinber-
|ega sunnudaginn 23. apríl 1933. Þann dag efndu kommún-
lstar til fundar við Kalkofnsveg. Ungir þjóðernissinnar,
Sem báru hakakrossmerki, gerðu aðsúg að fundarmönnum,
en Varnarlið verkalýðsins snerist til varnar. Barst leikur-
11117 upp á kolabing rétt hjá Varðarhúsinu og lyktaði róst-
Unum þannig, að Gísli Sigurbjörnsson var sleginn í rot.