Saga - 1976, Síða 30
26
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
Síðan gengu hinir ungu þjóðernissinnar fylktu liði um
götur bæjarins undir íslenzka fánanum.1
Atburður þessi þótti miklum tíðindum sæta, og var ekki
laust við, að óhug slægi á ýmsa. „Morgunblaðið“ birti for-
ystugrein um málið og fór lofsamlegum orðum um hina
„framtakssömu andstæðinga kommúnista."2 Andstæðinga-
blöð þjóðernissinna vönduðu þeim ekki kveðjurnar og
kölluðu þá nazista, sem hefðu tekið sér erlenda ofbeldis-
stefnu til fyrirmyndar. Nokkrum dögum síðar báru tveir
þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Steingrímur Stein-
þórsson og Sveinbjörn Högnason, fram frumvarp til laga
á Alþingi þess efnis, að banna skyldi notkun einkennis-
búninga og annarra einkenna, sem bentu til þess, að þeir,
sem þau bæru, væru í ákveðnum stjórnmálaflokki eða
félagi.3 Þessu frumvarpi var fyrst og fremst beint gegn
þjóðernissinnum, en þeir höfðu fest hakakrossmerki á
húninn á fánastönginni, sem íslenzki fáninn var á, í göng-
unni 23. apríl, enda tóku þeir frumvarpinu mjög illa.
Gísli Sigurbjörnsson skrifaði grein í „Morgunblaðið“ og
sagði, að Alþingi ætlaði að banna, að merki og einkenni
æsku landsins væru borin af æskulýðnum, sem væri orð-
inn dauðleiður á drunga og dáðleysi valdhafanna og skip-
aði sér undir merki Þj óðerni shreyfingarinnar.4 Það er
hins vegar af frumvarpinu að segja, að jþví var
vísað til ríkisstj órnarinnar. Var nú fátt um annað meira
rætt en þessa atburði, og brátt komst sá orðrómur á kreik,
að þjóðernissinnar hefðu í hyggju að ráðast á kröfugöngur
verkamanna 1. maí. Varð orðrómur þessi svo magnaður,
að forráðamenn Þjóðernishreyfingarinnar, þeir Gísli Sig-
urbjörnsson, Jón Aðils, Helgi S. Jónsson og Þorbjörn Jó-
hannesson, birtu yfirlýsingu í „Morgunblaðinu“ og kváðu
hviksögur þessar algjörlega tilhæfulausar og skoruðu
á alla vini Þjóðernishreyfingarinnar að láta kröfugöng-
urnar afskiptalausar með öllu.5
Starfsemi Þjóðernishreyfingarinnar hófst fyrir alvöru í
maímánuði 1933. Þá var efnt til opinberra funda í Reykja-