Saga - 1976, Side 31
NAZISMI Á ÍSLANDI
27
vík, Keflavík, Grindavík, Hafnarfirði og á Akranesi. Þeir
Gísli Sigurbjörnsson og Gísli Bjarnason fulltrúi í fjár-
málaráðuneytinu héldu vestur og norður um land í tveggja
vikna útbreiðsluferð. Héldu þeir fund á ísafirði, Sauðár-
króki, Siglufirði,'Akureyri og Húsavík. Á öllum þessum
stöðum voru stofnaðar flokksdeildir nema á Sauðárkróki,
en deildirnar á Isafirði og Húsavík urðu skammlífar. 1
Reykjavík opnaði hreyfingin skrifstofu í Ingólfshvoli.
Veitti Jón Aðils henni forstöðu, og var hún opin frá kl.
10—7 daglega. Fjár til starfseminnar var aflað þannig,
að Gísli Sigurbj örnsson kom á fót styrktarmannakerfi.6
Hinn 11. maí kom svo út fyrsta tölublaðið af „Islenzkri
endurreisn", málgagni Þjóðernishreyfingarinnar. Var tekið
fram, að blaðið berðist gegn landráðastefnu kommúnista
og spillingu stjómmálaflokkanna. Ritstjóri var ráðinn
Eiður S. Kvaran. Hann ritstýrði fyrstu níu tölublöðunum,
en lét þá af störfum vegna forfalla. Upp frá því var eng-
inn sérstakur ritstjóri við blaðið, en Gísli Sigurbjörnsson
var ábyrgðarmaður þess. Auk þess skrifuðu aðallega í
blaðið Gísli Bjarnason, Kristján Linnet og Óskar Halldórs-
son útgerðarmaður. Utgefendur blaðsins voru „Nokkrir
þjóðernissinnar í Reykjavík“. Einkunnarorð þess, sem
voru tekin úr þjóðsöngnum, voru á þessa leið: „Verði gró-
andi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis-
braut.“ Voru þau prentuð á forsíðu blaðsins fyrir neðan
blaðhausinn, en þar fyrir neðan var hakakross af þýzkri
gerð.
I maí var einnig stofnað fánalið á vegum Þjóðernis-
hreyfingarinnar. Það hélt uppi röð og reglu á fundum
breyfingarinnar, bæði úti og inni.7 I lok maímánaðar kom
út fyrsta tölublaðið af „Ákærunni", sem fánaliðið gaf út,
en ritstjóri og ábyrgðarmaður var Helgi S. Jónsson. Ákær-
an var „Baráttumálgagn íslenzku þjóðarinnar gegn marx-
isma— gegn auðvaldi — gegn kúgun í hvaða mynd sem er.
Eyrir sköpun samhentrar starfandi íslenzkrar þjóðar.
Ákæran er blað þeirra manna, sem vilja framkvæmd í stað