Saga - 1976, Page 32
28
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
svefns.“8 Málflutningur „Ákærunnar" var í svipuðum dúr
og málflutningur „Islenzkrar endurreisnar", en þó var sá
munur á, að „Ákærunni" var í nöp við auðvaldið, og réðst
blaðið af heift á Sjálfstæðisflokkinn og fullyrti, að hann
hefði opnað kommúnismanum leið inn í íslenzkt þjóðfélag.
Hinn 28. maí var stofnað Félag þjóðernissinna í Reykja-
vík. Stjórn þess skipuðu Magnús Guðmundsson skipasmið-
ur, Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason cand. theol., Halldór
Hallgrímsson klæðskerameistari, Theodór Johnson veit-
ingamaður og Carl D. Tulinius vátryggingastjóri.9 Fundir
voru haldnir á Eyrarbakka og Stokkseyri, og urðu á báð-
um þessum stöðum átök milli kommúnista og jafnaðar-
manna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Einnig
var haldinn fundur fyrir bændur að Nesodda í Dalasýslu.
Þjóðernissinnar voru afar bjartsýnir og töldu, að hreyf-
ingin ætti geysimiklu fylgi að fagna um land allt og myndi
brátt útrýma gömlu stj órnmálaflokkunum. T. d. fullyrti
Gísli Bjarnason, að þjóðernissinnar ættu „yfir 1000 ákveð-
inna og hraustra flokksmanna við Ísafjarðardjúp."10
Virðist þessi fullyrðing hafa verið algerlega út í bláinn.
Flokksdeild þjóðernissinna á Siglufirði gaf út blaðið
„Þjóðvörn“. Ritstjóri þess var Pétur Á. Brekkan og komu
út sex tölublöð af blaðinu. 1 Vestmannaeyjum gáfu þjóð-
ernissinnar út blaðið „Fasistinn". Ritstjóri þess var Óskar
Bjarnasen. Af því komu út átta tölublöð. Loks kom út
eitt tölublað af blaðinu „Þjóðin vaknar“ á Isafirði.
Æðsta vald í málefnum hreyfingarinnar hafði Aðalráð
Þjóðernishreyfingar Islendinga. Haustið 1933 áttu þessir
menn sæti í því: Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, fulltrúi;
Gísli Sigurbjörnsson kaupmaður, Guðmundur Jónsson
skipstjóri, Jóhann Ólafsson stórkaupmaður, Lúther Hró-
bjartsson umsjónarmaður, Magnús Jochumsson póstfull-
trúi, Páll Ólafsson framkvæmdastjóri, Sveinn Jónsson
verzlunarmaður og Stefán Thorarensen lyfsali.11
Kosningar til Alþingis áttu að fara fram 16. júlí 1933,