Saga - 1976, Page 34
30
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
niðri um sumarið. „Islenzk endurreisn" kom út reglulega
en útgáfa „Ákærunnar" lá niðri frá júlíbyrjun og fram í
nóvember.
VIII. Þjóðernishreyfingin klofnar. Nýr flokkur
stofnaður.
1 september 1933 hófst starfsemi Þjóðernishi-eyfingar-
innar að nýju eftir sumarhléið. Hinn 9. september var
haldinn stofnfundur Félags ungra þjóðernissinna í Reykja-
vík (F. U. Þ.). Að stofnun þess stóðu fánaliðarnir, sem
höfðu átt í deilum við Aðalráðið þá um sumarið. Ætluðu
þeir með þessu móti að hasla sér völl óháðir Aðalráðinu.
Stjórn félagsins skipuðu þeir Jón Aðils, Þorkell Hjálmars-
son og Steinþór Marteinsson.1 Nokkru síðar gekkst Aðal-
ráðið fyrir stofnun Landsmálafélagsins Þórshamars. Það
var stofnað til að ræða sameiginleg áhugamál, stefnumál,
skipulagsmál og þess háttar. Fundarsalur félagsins var
fagurlega skreyttur hakakrossmerkjum.2 Þórshamar var
arftaki Félags þjóðernissinna í Reykjavík, en starfsemi
þess hafði legið niðri síðan um vorið.
Samkomulagið milli Aðalráðsins og ungu mannanna í
fánaliðinu var frekar stirt um þessar mundir, en þó
virtist allt með felldu á yfirborðinu. En í árslok 1933 sauð
loks upp úr, svo að um munaði. Bæjarstjórnarkosningar
áttu að fara fram í Reykjavík 20. janúar 1934. Aðalráðið
leitaði samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, sem hafði 8 full-
trúa af 15 í bæjarstjórn, um sameiginlegt framboð þessara
flokka, og tókust samningar um það með þeim skilmála,
að þeir Jóhann Ólafsson stórkaupmaður og Halldór Han-
sen læknir, sem báðir voru stuðningsmenn Þjóðernishreyf-
ingarinnar, skipuðu 6. og 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins.3 Þeir Jóhann og Halldór voru báðir flokksbundnir
Sjálfstæðismenn, þó að þeir væru einnig félagar í Þjóð-
ernishreyfingunni. Listi Sj álfstæðisflokksins var birtur
í „Morgunblaðinu" 31. desember, og sagði blaðið, að Sjálf-
stæðisflokkurinn stæði að listanum, en minntist ekki á