Saga - 1976, Side 35
NAZISMI Á ÍSLANDI
31
aðild Þj óðernishreyfingarinnar að honum.4 Samvinna
Þj óðernishreyf ingarinnar við Sj álf stæðisf lokkinn kom
nokkuð á óvart, því að „Islenzk endurreisn" hafði gagnrýnt
stjóm Sjálfstæðismanna á málefnum Reykjavíkur.5 En
forystumenn hreyfingarinnar útskýrðu samvinnuna við
Sjálfstæðisflokkinn á þessa leið:
„Óneitanlega hefði verið best fyrir Þjóðernishreyfinguna frá
flokkslegu sjónarmiði sjeð að setja fram sjerstakan lista, en
samkvæmt einkunnarorðunum: „íslandi alt“ var Þjóðernis-
sinnum skylt að meta bæjarfjelagið meira en flokkshagsmuni.
— Þjóðernishreyfing Islendinga vildi ekki taka á sig þá
ábyrgð, að rauðu flokkamir næðu stjórn bæjarins á vald sitt,
og þess vegna setti Þjóðernishreyfingin engan sjerstakan lista
fram, heldur tók það ráð að leita samvinnu við Sjálfstæðis-
menn um að fá þjóðernissinna inn á lista þeirra. Sjálfstæðis-
menn, að minsta kosti þeir róttækari, hafa ávallt sýnt mál-
um Þjóðernishreyfingarinnar velvild, og fyrir atbeina þeirra
tókst að fá tvo Þjóðernissinna inn á lista Sjálfstæðisflokks-
ins.“e
Ljóst er af þessari tilvitnun, að forráðamenn hreyfingar-
i^nar óttuðust að „rauðu flokkarnir", Alþýðuflokkurinn,
Li'amsóknarflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn, fengju
^neirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur, ef Þjóðernishreyf-
lngin byði fram sérstakan lista. Þess vegna kusu þeir að
hafa samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn til að koma í veg
ynr, að hann missti meirihluta sinn í bæjarstjórn. Banda-
a£ það, sem tókst með þessum flokkum fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar kölluðu forystumenn Þjóðernishreyfingar-
lnnar „Viðreisnarbandalag Reykjavíkur".7
, Allmargir þjóðernissinnar, m. a. Gísli Bjarnason, Magn-
as Guðmundsson, Óskar Halldórsson og fánaliðarnir í
elagi ungra þjóðernissinna vildu ekki sætta sig við þá
akvörðun Aðalráðsins að hafa samvinnu við Sjálfstæðis-
okkinn við bæjarstjórnarkosningarnar. Sögðu þeir, að
ðalráðið hefði gengið á mála hjá óviðkomandi stjórn-
niálaflokki. Varð það úr, að þeir klufu sig úr Þjóðernis-