Saga - 1976, Page 39
NAZISMI Á ÍSLANDI
33
uðu nöfn sín sjö af níu aðalráðsmönnum, en af einhverj-
Urn ástæðum skrifuðu þeir Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá og
Jóhann Ölafsson ekki undir yfirlýsinguna. Samhljóða yfir-
lýsing birtist einnig í „Morgunblaðinu" og „Vísi“ sama
dag.n
Kosningabaráttan, sem nú fór í hönd, var mj ög hörð
°g óvægin. Um áramótin var stofnað í Reykjavík á vegum
Áðalráðsins Samband ungra þjóðernissinna. Bráðabirgða-
stjórn þess skipuðu Friðrik Sigurbjörnsson og Sveinn Jóns-
son.12 Sambandið var skráð útgefandi blaðsins „Þórsham-
ars“, er kom út í Reykjavík fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar. „Þórshamar“ varði mestöllu rúmi sínu til árása á
E-listann og aðstandendur hans. Kallaði blaðið E-listann
»Endemislistann“ og „Ákæruna“ „barnablaðið hans Gísla
Ejarnasonar“. „Morgunblaðið“ og „Islenzk endurreisn“
^óku í sama streng og sögðu, að sprengilisti Gísla Bjarna-
sonar væri vatn á myllu rauðu flokkanna og gæti stuðlað að
Því. að þeir næðu meirihluta í Reykjavík. Það vai- svo ekki
fyi’r en 19. janúar, daginn fyrir kosningarnar, að Jón
^orláksson formaður Sjálfstæðisflokksins skýrði frá því
í Morgunblaðinu, að listi Sjálfstæðisflokksins, C-listinn,
nyti stuðnings Þj óðernishreyfingarinnar.1 s
Málgagn E-listans, „Ákæran“, skoraði á Reykvíkinga að
kjósa lífið sjálft, en ekki dauðann. Kváðust aðstandendur
®'listans berjast fyrir réttlæti, frelsi og friði, og þeir
emir væru sannir þjóðernissinnar, og það væri málstað
þjóðernissinna hið mesta lán, að aðalráðsmennirnir væru
nu horfnir heim til föðurhúsanna. Ennfremur sagði „Ákær-
an“. að það væri takmark E-listans að fá tvo þjóðernis-
Slnna kosna í bæjarstjóm og væri efsti maður listans viss
°S annar maður hans væri í baráttusæti.14 Þetta fór þó á
ani’a lund, því að E-listinn fékk 399 atkvæði (2.8%) og eng-
an ttiann kjörinn.15 Listi Sjálfstæðisflokksins fékk átta
^nn kjörna, og bætti hann við sig 1010 atkvæðum. „Þórs-
arnar“ taldi, að hinn góði árangur C-listans væri mjög
n^ikið þjóðernissinnum að þakka og öruggt, að þeir hefðu
3