Saga - 1976, Page 40
34
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
haft um 12—1500 atkvæði.16 „Islenzk endurreisn" kvað
kosningaúrslitin vera fyrsta sigurinn í baráttu þjóðernis-
sinna, því að fulltrúi þeirra, Jóhann Ölafsson, hefði nú úr-
slitaatkvæði í bæjarstjórn.17 En Helgi S. Jónsson komst
svo að orði um kosningarnar, að þær hefðu fyrst og fremst
verið sigur á þeim misskilningi að Flokkur þjóðemissinna
væri limur á líkama íhaldsins.18
I Vestmannaeyjum tókst einnig samvinna með Þjóð-
ernishreyfingunni og Sjálfstæðisflokknum. Skuldbundu
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sig til að fara í einu
og öllu eftir fjögurra ára áætlun þjóðernissinna næsta
kjörtímabil gegn því, að þjóðernissinnar veittu Sjálf-
stæðisflokknum brautargengi við bæjarstjórnarkosning-
arnar.19
Landsfundur Þjóðernishreyfingar Islendinga var hald-
inn í Reykjavík 10. marz 1934. Þar bar það helzt til tíð-
inda, að nolíkrir fulltrúar utan af landi skoruðu á stjórn
hreyfingarinnar að beita sér fyrir því, að Þjóðernishreyf-
ingin og Flokkur þjóðernissinna á Islandi sameinuðust í
einn flokk.20 Daginn eftir, 11. marz, hélt Flokkur þjóð-
ernissinna á Islandi fund í Kaupþingssalnum, og var eftir-
farandi ályktun samþykkt þar einróma:
„Fjölmennur fundur Þjóðernissinna í Kaupþingssalnum 11.
mars 1934 ályktar, að stefna sú, er F. Þ. I. (Flokkur
þjóðernissinna á Island) hefir tekið upp, sé hin eina sanna
þjóðernisstefna og skorar á alla þjóðemissinnaða menn að
fylkja sér undir merki hennar.“2i
Lyktir þessa máls urðu þær, að Þ. H. 1. og F. Þ. 1.
sameinuðust í einum flokki, sem hlaut nafnið Flokkur
þjóðernissinna (en ekki Þjóðernisflokkur Islands, eins
og Þórarinn Þórarinsson segir í bók sinni Sókn og sigr-
ar).2 2 Um flokkinn komst Helgi S. Jónsson svo að orði:
„Flokkur þjóðernissinna brauzt eins og ungur guð fram
úr þokumistri misskilnings og kaupskapar .. ,“23
Þessi sameining flokkanna þýddi í raun og veru, að