Saga - 1976, Blaðsíða 43
NAZISMI Á ÍSLANDI
37
Eins og kemur fram í markmiðinu, sem þjóðernissinn-
ar sögðu, að væri leið út úr ógöngum þeim, sem þjóðin hefði
ratað í, lögðu þeir mikla áherzlu á andstöðu gegn hinum
stj órnmálaflokkunum, sem þeir kölluðu stéttaflokka. 1
samræmi við þetta var kjörorð þjóðernissinna: „Islending-
ar allra stétta, sameinizt." Ekki verður annað sagt en að
ttiarkmið flokksins sé mjög háleitt og um leið afar þjóð-
^egt. Er ljóst, að þarna voru á ferðinni hugsjónamenn, sem
var fyllsta alvara og trúðu í einlægni á réttmæti málstað-
arins, sem þeir börðust fyrir.
Bezta hugmynd um stefnu Flokks þjóðernissinna veitir
bæklingur, sem Jón Aðils samdi og gaf út í marz 1939,
en þá var flokkurinn úr sögunni. 1 bæklingnum, sem heitir
Markmið Flokks þjóðernissinna, var gerð grein fyrir þeim
stefnumálum, sem flokkurinn barðist fyrir, meðan hann
Var og hét. Stefnuskrá Flokks þjóðernissinna var á þessa
leið:
»1. Vér viljum vernda íslenskt jþjóðerni, meðal annars með
róttækum ráðstöfunum gegn kynblöndun og úrkynjun.
Jafnframt verði tekin til rækilegrar athugunar dvöl út-
lendinga á Islandi og innflutningur þeirra þegar stöðv-
aður, nema þegar sérstaklega stendur á, svo sem um sér-
fræðinga, er vér sjálfir eigum ekki völ á.
2. Vér krefjumst samstarfs allra íslendinga í þágu þjóð-
arheildarinnar.
3. Vér berjumst fyrir stjórnarfarslegu, fjárhagslegu og
menningarlegu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, þannig
að hún megi verða það, sem hún áður var, frjóvasti reit-
ur norrænnar menningar.
4. Vér krefjumst þess, að hagsmunir heildarinnar sitji ávallt
í fyrirrúmi fyrir hagsmunum einstakra stétta og manna.
5. Vér viljum, að ríkið hafi forgöngu í því að skapa og
styrkja nýja atvinnumöguleika og álíti það skyldu sína,
að öllum þegnum þess verði séð fyrir vinnu og viðunandi
lífskjörum.
6. Vér viljum, að ríkið hafi eftirlit með atvinnurekstrin-
um, sérstaklega þeim, sem rekinn er með lánsfé hins op-
inbera; einnig krefjumst vér fyllstu ábyrgðartilfinningar
og þjóðhollustu af öllum, er fyrir einkarekstri standa.