Saga - 1976, Síða 44
38
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
7. Vér viljum, að erfðavenjum bændastéttarinnar sé í heiðri
haldið, þannig að hún geti um ókomna tíma verið orku-
gjafi íslensku þjóðarinnar, svo sem hefir reynst frá upp-
hafi. Jarðirnar skal vernda gegn niðurníðslu, veðflækj-
um og braski, þannig að þær geti haldist í eign frjálsra
bænda sem ættaróðul, því að vér álítum, að fjölmenn og
dugandi bændastétt, dreyfð um land allt, sé besta trygg-
ingin fyrir andlegri og efnalegri velferð þjóðar og ríkis.
8. Vér viljum, að reyndir og sérfróðir menn hafi stjórn
atvinnuveganna með höndum.
9. Vér viljum, að stofnuð séu samfélög atvinnurekenda og
verkamanna, sem tryggi friðsamlega samvinnu þeirra,
þannig að þeir í fullri eindrægni og gagnkvæmum skiln-
ingi á sameiginlegum hlutverkum, skyldum og göfgi starfs
síns, vinni sem einn maður í þágu heildarinnar. Enn-
fremur viljum vér, að sérhverjum verkamanni verði
tryggð sambærileg lífskjör við aðra þegna þjóðfélagsins,
og að hann fái hlutdeild í arði fyrirtækjanna, þar sem
því verður við komið.
10. Vér viljum, að tekju- og verðmætaöflun, sem ekki bygg-
ist á starfi, verði útilokuð, að vaxtaokur verði afnumið
og komið í veg fyrir gengis- og verðsveiflur og að gjald-
miðill vor hvíli á framleiðslu og verðmætum landsins
sjálfs.
11. Vér viljum, að komið verði á almennri, skipulagðri þegn-
skylduvinnu í þágu þjóðarheildarinnar, og verði hún jafn-
framt uppeldis- og íþróttaskóli fyrir hina vinnandi æsku.
12. Vér viljum auka siðferðis- og ábyrgðartilfinningu hjá
æskunni og gefa henni aukin tækifæri til menntunar,
íþróttaiðkana og holls lífernis.
13. Vér viljum, að fyllsta réttlætis sé gætt í framkvæmd lag-
anna, og að strangt sé tekið á afbrotum embættismanna
þjóðfélagsins.
14. Vér viljum, að einstaklingar úr hvaða stétt þjóðfélags-
ins sem er, fái tækifæri til þess að njóta hæfileika sinna,
og til þess að það megi verða, viljum vér:
a. Að ríkið kosti fátæka hæfileikamenn til náms.
b. Að veitt sé í stöður fyrst og fremst eftir hæfileikum
og þekkingu.
c. Að enginn maður hafi meira en eitt fulllaunað emb-
ætti í þágu hins opinbera.
15. Vér viljum vernda og efla heilbrigt trúarlíf með þjóðinni.
16. Til þess að framkvæma þetta markmið vort, krefjumst