Saga - 1976, Page 45
NAZISMI Á ÍSLANDI
39
vér öflugs ríkisvalds, sem hafi fullkomna yfirsýn og óskor-
að vald yfir öllum málefnum þjóðarinnar, og sem grund-
vallist á vilja meginhluta hennar“.3
Við samanburð á þessari stefnuskrá og bókinni „Þjóð-
ernisjafnaðarstefnan“ eftir Frits Clausen foringja danskra
nazista, sem þjóðernissinnar gáfu út 1936 og var fræði-
leg útlistun á stefnu þýzkra nazista, kemur í ljós, að stefna
°g baráttumál íslenzkra þjóðernissinna voru mjög lík
stefnu þýzkra nazista.
Fyrsta grein stefnuskrárinnar ber vitni um greinileg
ahrif frá kynþáttakenningum þýzkra nazista. 1 bók Clau-
sens segir m. a. á þessa leið:
„Eins og nafnið bendir til stendur erfðaheilbrigðisfræðin í
nánu sambandi við læknavísindin, og lyflæknar og skurðlækn-
ar geta haft mikla þýðingu til að greiða götuna að því marki
að gera þjóðstofninn heilbrigðan, t. d. með því að gera þá
einstaklinga ófrjóa, sem hafa arfgenga glæpatilhneigingu eða
arfgenga sjúkdóma, sem geta orðið þjóðinni hættulegir, þar
sem alt mælir með því, að úrkynjunin eigi rætur sínar að
rekja til óheppilegra eiginleika hjá einstaklingnum".4
Þá fjallaði Clausen um afstöðu þjóðernisjafnaðarstefn-
unnar til kynblöndunar og sagði hana
„vilja vernda kjarna þjóðstofnsins með því að koma í veg
fyrir að kynstofninn hverfi inn í aðra kynþætti eða blandist
af kynstofnum, sem eru hættulegir fyrir hina þjóðlegu hug-
sjón“.5
Jón Aðils taldi Islendinga vera komna af hinum aríska
kynþætti, og um þjóðernið komst hann þannig að orði:
„Við viljum vernda þjóðerni það, sem hér býr, inn á við með
ítarlegum ráðstöfunum til að hefta það, að aumingjar og
vitfirringar og aðrir stórgallaðir menn auki kyn sitt og spilli
stofninum ... og út á við með því að stemma stigu fyrir, að
útlendingar, og þá helzt menn af ólíkum kynþáttum setjist
hér að“.«