Saga - 1976, Blaðsíða 46
40
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
1 dægurmálaviðhorfi Floklts þjóðernissinna fyrir alþing-
iskosningarnar 1934 var gerð grein fyrir því, hvað þjóð-
ernissinnar áttu við, þegar þeir töluðu um róttækar ráð-
stafanir gegn kynblöndun og úrkynjun, en það var að
gera ófrjóa alla þá, sem gengju með arfgenga kvilla eða
væru óhæfir til að ala upp afkvæmi sín.7 1 sama streng
tók Bjarni Jónsson læknir, en hann taldi, að þróunin
stefndi rakleiðis að úrkynjun stofnsins. Vildi hann láta
setja lög um sterilisation og framfylgja þeim til að koma
í veg fyrir, að kynstofninn úrkynjaðist.8 Jón Þ. Árnason
fullyrti í grein, sem hann kallaði „Hið ariska Þýzkaland
og við“, að aríski kynstofninn væri einhver sá fullkomn-
asti í veröldinni, enda væri reginmunur staðfestur milli
hinna ýmsu þjóðflokka og kynþátta í heiminum.9 1 sam-
ræmi við þessar kynþáttakenningar bar nokkuð á hnútu-
kasti og illvilja í garð Gyðinga í málgögnum þjóðernis-
sinna. Þeir ömuðust við listamönnum af gyðingaættum,
sem komu hingað til lands, t. d. pólska píanóleikaranum
Ignacy Friedman, sem var kallaður Júði.10 Þá var Ólafur
Thors uppnefndur og kallaður „háverðugur Rabbí",11 og
var þannig gefið í skyn, að hann ætti ættir að rekja til
Gyðinga. Eins og kemur fram í 1. grein stefnuskrárinnar,
lögðu þjóðernissinnar mikla áherzlu á heilbrigði kyn-
stofnsins, og í því sambandi varð þeim tíðrætt um ýmsa
smitnæma sjúkdóma, t. d. kynsjúkdóma og berkla. Var
fullyrt í blöðum þjóðernissinna, að Kommúnistaflokkur
Islands væri gróðrarstía kynsjúkdóma og að kynsjúkdóma-
tilfellum og óskilgetnum börnum hefði fjölgað í réttu hlut-
falli við aukið fylgi marxista hér á landi.12
2. og 4. grein stefnuskrárinnar eru einnig til orðnar
fyrir þýzk áhrif, sbr. slagorðin „Du bist nichts, dein Volk
ist alles,“ og „Gemeinwohl geht vor Eigennutz“.
I bók Clausens segir á bls. 23: „Þjóðernisjafnaðarstefn-
an telur eitt af aðal hlutverkum sínum að vernda •.. rétt-
inn til vinnunnar", og er það í samræmi við það, sem segir