Saga - 1976, Side 47
NAZISMI Á ÍSLANDI
41
i síðari hluta 5. greinar, að það sé skylda ríkisins að sjá
þegnunum fyrir vinnu og viðunandi lífskjörum. 6. grein
stefnuskrárinnar, um eftirlit ríkisins með atvinnurekstr-
mum, er einnig orðin til fyrir áhrif frá þjóðernisjafnað-
arstefnunni, sbr. þessi ummæli Clausens:
„En á milli ríkisins ... og almennings ... liggur svið, þar
sem skipulagningin er ákveðin undir handleiðslu hins opin-
bera, af frjálsum sjálfráðum stofnunum, þar sem starfsmenn
ríkisins fá það hlutverk að mynda umgjörð um hinar ein-
stöku greinar hins þjóðlega atvinnulífs".13
Greinilegur skyldleiki er á milli 7. gr. og eftirfarandi
ummæla Clausens:
„Þjóðernisjafnaðarstefnan viðurkennir ekki þá kröfu marx-
ismans að „allt land eigi að vera ríkiseign“ og að bændur
eigi að vera leiguliðar og starfsmenn hjá ríkinu. Þvert á móti
heldur þjóðernisjafnaðarstefnan fram rétti fólksins til lands-
ins, og að einn hluti af þjóðarheildinni eigi að hafa jarðirn-
ar til afnota, nefnilega bændastéttin. Þessi stétt má þó ekki
fá jarðirnar í hendur til að gera þær að gróðabrallsvöru eða
hafa þær til einkabralls, heldur á bændastéttin að fá jarð-
irnar til eignarumráða án eftirgjalds, sem eins konar lén og
óðöl, með þeirri skyldu, sem hluti af þjóðarheildinni, að rækta
þær til hagsmuna fyrir sig og þjóðarheildina“.14
9- grein er einnig fengin að láni hjá þýzkum nazistum,
Pvi að þeir lögðu öll verkalýðsfélög niður, er þeir komust
til valda, og stofnuðu samfélög atvinnurekenda og verka-
manna (Korporationen). Um þetta segir Clausen:
.... Þjóðernisjafnaðarstefnan ... byggir ekki ríkið upp á
grundvelli stéttaflokkanna, heldur á atvinnusamfélögum, þar
sem hverjum einstökum meðlim þjóðfélagsins er niðurraðað
1 stétt sína eftir atvinnu sinni“.15
9. grein styðst við tillögur þjóðernissinna í verkalýðs-
malum, sem voru birtar 1936. Þjóðernissinnar kröfðust
Þess m. a., að verkalýðsfélögin stæðu ekki í stéttabaráttu,