Saga - 1976, Page 48
42
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
heldur ættu þau að vinna að hagsmunamálum hinna ýmsu
atvinnugreina. Þeir sögðu, að hið samvirka þjóðríki þekkti
enga stéttaskiptingu, heldur aðeins jafnréttháa borgara
með jöfnum skyldum. Þá kröfðust þjóðernissinnar þess,
að verkamenn fengju hlutdeild í arði fyrirtækjanna,16
en um það sagði Clausen:
„í stað þess, að hið „frjálslynda“ þjóðfélag lætur arðinn af
vinnunni renna til þeirra aðila í atvinnulífinu, sem ekkert
vinna að framleiðslunni, þá stefnir þjóðernisjafnaðarstefn-
an að því að gera alla þá, sem vinna að framleiðslunni, þátt-
takendur í þeim arði, er hún veitir“.17
Sama verður uppi á teningnum, þegar 10. gr. er borin
saman við bók Clausens. Á bls. 19 segir hann:
„... þjóðernisjafnaðarstefnan vill aðeins vernda rétt einstakl-
ingsins til þeirra eigna, sem eru framleiddar með vinnu, því
aðeins sú tegund eigna hefir siðferðilegt gildi“.
Og á bls. 23 segir hann:
„Auk vaxta-einokunar hefir hið einokaða peningafyrirkomu-
lag enn eitt meðal, sem getur gefið auðvaldinu mikinn gróða
án fyrirhafnar. Það eru hinar svonefndu gengissveiflur, sem
ýmist gefa peningunum mikinn eða lítinn kaupmátt".
Fyrirmynd þjóðemissinna að þegnskylduvinnu í þágu
þjóðarheildarinnar (11. grein) er án efa þegnskylduvinna
sú, er nazistar komu á í Þýzkalandi. Þá benda eftirfarandi
ummæli í bók Clausens til þess, að 12. grein stefnuskrár-
innar sé til orðin fyrir þýzk áhrif:
„... þjóðmálastefna þjóðernisjafnaðarmanna vill sérstaklega
leggja áherzlu á að efla og styrkja hina uppvaxandi ungu
kynslóð. Með því að efla íþróttahreyfinguna vill stefnan hjálpa
unga fólkinu til að efla líkamsatgjörvið og þar með kenna
því að virða og dást að fegurðinni, heilbrigðinni og hreyst-
inni“.18