Saga - 1976, Page 49
NAZISMI Á ÍSLANDI 43
Eftirfarandi ummæli í bók Clausens benda til þess, að
15. greinin sé einnig sótt til þýzkra nazista:
„En ofan við hin ólífrænu lögmál efnisins á þjóðernisjafn-
aðarstefnan samleið með og sameinast hinum trúarlegu kröft-
um og þeirri mannúðartilhögun, sem Kristur kemur með í
fagnaðarboðskap sínum .. .“io
Hvað 16. greinina áhrærir, þá er líklegt, að Þýzkaland
sé fyrirmyndin, þar sem krafizt er öflugs ríkisvalds, sem
hafi fullkomna yfirsýn og óskorað vald yfir öllum mál-
efnum þjóðarinnar.
3., 8., 13. og 14. gr. stefnuskrárinnar virðast vera frum-
samdar, og í hinni síðastnefndu endurspeglast viðhorf
bjóðernissinna til atvinnu- og menntamála hér á landi á
kreppuárunum.
Ymislegt er líkt með stefnuskrá Flokks þjóðernissinna
°g Þjóðernishreyfingar Islendinga, en helzti munurinn er
sá, að í stefnuskrá Flokks þjóðernissinna koma fram miklu
emdregnari nazistísk viðhorf, enda eru 12 greinar af 16
fengnar að láni hjá þýzkum nazistum.
X. Gegn þingræSi. „Hin mikla hugsjón“.
Eitt af baráttumálum þjóðernissinna, sem þeir fengu
að láni hjá skoðanabræðrum sínum í Þýzkalandi (sbr. bók
Elausens, bls. 54), var barátta þeirra gegn þingræði, en
bví fundu þeir flest til foráttu. Um þingræðið var komizt
þannig að orði í grein í málgagni Flokks þjóðernissinna:
„Þingræði er hugtak, sem er nógu áferðarfallegt á pappírn-
um. En heldur ekki meira. 1 skjóli þingræðis þróast harðvít-
ugir flokkadrættir og pólitísk hrossakaup. Og i skjóli þing-
ræðisins ala samvizkulausir lýðskrumarar á stéttahatri og
fúlmennsku í hvaða mynd sem er".1
1 samræmi við þessar skoðanir vildu þjóðernissinnar
afnema Alþingi. Helgi S. Jónsson orðaði þetta á þessa leið: