Saga - 1976, Page 50
44
ÁSGEIR CUÐMUNDSSON
„Uppbygg-ing hins samvirka þjóðríkis krefst fyrst og fremst
afnáms slíkrar kjaftasamkomu, sem Alþingi er. í stað þess
komi þekking, það sem nefnt hefur verið hin vísindalegu
stjórnmál. Þau lúta engum lögum nema staðreyndunum ...
í hinu samvirka þjóðríki — markmiði þjóðernissinna — er
þekkingin þungamiðjan".2
Um leiðina að þessu marki sagði Helgi S. Jónsson þetta:
„Það, sem verður að gerast, er þjóðfélagsbylting. Þjóðskipu-
lagið allt verður að bræðast í deiglu nútímans og steypast upp
að nýju. — Ein út af fyrir sig bjargar hvorki „baráttan gegn
rauðliðum" né „baráttan gegn íhaldinu" þjóðinni, heldur
baráttan fyrir nýju þjóðskipulagi, nýju þjóðfélagi með nýj-
um hugsunarhætti.“3
Hið nýja þjóðfélag, sem Helgi S. Jónsson minntist á
var „hið samvirka þjóðríki þjóðernisjafnaðarstefnunnar“,4
sem þjóðernissinnum varð mjög tíðrætt um. 1 grein í mál-
gagni Flokks þjóðernissinna var hinu samvirka þjóðríki
lýst þannig:
„Hin mikla hugsjón vor þjóðernissinna er að skapa hið sam-
virka þjóðríki friðar og réttlætis, þar sem engar innbyrðis
deilur eru til, þar sem þjóðin stendur sem einn maður sam-
einuð um hag sinn og velmegun. í slíku ríki eru útilokaðir
allir bitlingar og hlutdrægni, þar sem stjórnin ber ætíð vel-
ferð alþjóðar fyrir brjósti og þar sem alþjóð er henni fylgj-
andi. f slíku ríki fær framtak einstaklingsins að njóta sín,
en þó aldrei þannig, að það nái að skaða hag heildarinnar,
sem er fyrst og fremst fyrir brjósti borin ... þá verða inn-
lendir vísindamenn látnir rannsaka möguleika þá, sem land
vort hefur að geyma ... í hinu samvirka þjóðríki verður vak-
að yfir lífi hvers einstaklings og velferð hans ... þá verður
ekki hinn ungi iðnaður landsmanna kúgaður með innflutn-
ingshöftum og hvers kyns ranglæti ... í þegnskylduvinnu
hins samvirka þjóðríkis kynnast ungir menn af öllu land-
inu. Þar lærir æskan að vinna fósturjörðinni gagn ... f hinu
samvirka þjóðríki verður sjómönnum veitt fyllsta öryggi ...
Þá verða bændur landsins, kjarni þjóðarinnar, aftur sjálf-
stæðir, leystir af skuldaklafanum ... Þá verður verzlunar-
stéttin ekki ofsótt lengur, heldur fær hún frið til að lifa og