Saga - 1976, Blaðsíða 51
NAZISMI Á ÍSLANDI
45
starfa ... Þá verða lögin ekki lengur verndarvængur glæpa-
manna, heldur geta allir landsmenn leitað á náðir þeirra og
verður rétt úr málum allra skorið ... Og þegar dagur hins
samvirka þjóðríkis rennur upp yfir föðurlandi voru, hafa
ekki einungis þeir draumar rætzt, sem í fyrstu urðu til hér
hjá nokkrum ungum umkomulitlum mönnum, og sem þeir
helguðu líf sitt og starf, heldur hefur þá einnig rætzt draum-
ur allrar þjóðarinnar um nýtt og betra þjóðskipulag, hinn
duldi draumur um einingu, frið, vinnu og frelsi".5
Þessi tilvitnun bendir til þess, að þjóðernissinnar hafi
talið sig vera nokkurs konar utangarðsmenn í þjóðfélag-
Jnu, en þessi orð eru fyrst og fremst til marks um megna
óánægju með ríkjandi ástand.
XI. Menningarbarátta þjóðernissinna.
Ymsir þjóðernissinnar litu svo á, að barátta þeirra
væri framhald á sjálfstæðisbaráttu Fjölnismanna og Jóns
Sigurðssonar forseta. Þessi skoðun kom einkum fram í
»Mjölni“, málgagni þjóðernissinnaðra stúdenta. Birgir
Kjaran orðaði þetta þannig:
),Pjölnismenn eru löngu horfnir, en starf þeirra lifir. Þær
tilfinningar, sem þeir vöktu hjá þjóðinni, hafa aldrei kulnað
út með öllu. Við minnumst bezt aldarafmælis barátturits
þeirra, Pjölnis, með því að dusta úr okkur drungann og ganga
í raðir þjóðernissinna, sem munu ljúka þvi verki, sem Fjöln-
ismenn hófu, að gera Island að farsælda fróni".1
Þá heiðruðu þjóðernissinnar minningu Jóns Sigurðs-
sonar forseta með því að ganga fylktu liði í kirkjugarð-
mn við Suðurgötu 17. júní ár hvert og leggja blómsveig
® hans, í fyrsta skipti 17. júní 1933, en í síðasta sinn
1938.
I »Mjölni“ gerði „Styrmir Víglundarson" (þetta nafn er
soiinilega dulnefni) grein fyrir því, hvernig þjóðernis-
sinnar hygðust haga menningarbaráttu sinni:
„Við viljum skapa í þessu landi sjálfstæða íslenzka menn-
Ingu, sem hvílir á eðli þjóðarinnar og eiginleikum og er í