Saga - 1976, Síða 52
46
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
samræmi við sögu hennar og staðháttu, hvatir og þrár, menn-
ingu, sem er hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði.
Við viljum skapa hér sanna þjóðmenningu ... En undirrót
allrar þjóðmenningar er fyrst og fremst sjálfsþekkingin. Sú
þjóð, sem ætlar að fóstra með sér sanna menningu, verður
því um fram allt að læra að þekkja sjálfa sig í nútíð og for-
tíð og vera sér fyllilega meðvitandi hvert stefnir í fram-
tíðinni".2
XII. Flokkur þjóðernissinna og Þýzkaland.
Eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan, sóttu
íslenzkir þjóðernissinnar öll helztu baráttumál sín til
þýzkra skoðanabræðra sinna. Ekkert bendir samt til þess,
að bein tengsl hafi verið milli Flokks þjóðernissinna og
NSDAP, þýzka nazistaflokksins. Afstöðu íslenzkra þjóð-
ernissinna til Þýzkalands og þýzkra nazista er bezt lýst
með eftirfarandi ummælum Jóns Þ. Árnasonar formanns
Félags ungra þjóðernissinna:
„Við íslenzkir þjóðemissinnar getum hvar sem er, hvenær
sem er, og hvernig sem á stendur, viðurkennt Þýzkaland sem
þann vettvang, sem við sækjum fyrirmyndir okkar á, en á
hinn bóginn neitum við því harðlega, ef einhverjum skyldi
detta í hug að halda því fram, að við sækjum þangað fyrir-
mæli. Við dáum forystumenn þýzku þjóðarinnar og óskum
þess af heilum huga, að okkar þjóð, íslenzka þjóðin, megi
verða svo gæfusöm að eignast nokkra slíka, það er allt og
sumt".1
Um Þýzkaland og ítalíu var þannig komizt að orði í
grein í málgagni Flokks þjóðernissinna:
„Nokkur ríki álfunnar hafa þegar orðið svo lánsöm að fá
stjórn þjóðernissinna, sem tryggir samstarf þjóðarinnar á
grundvelli réttlætis og friðar, hvað sem þvaðrarar niðurrifs-
manna kunna þar um að ljúga. Og í öðrum löndum eflast
hinir þjóðernissinnuðu flokkar í sífellu, loks er fundin lausn-
in á vandamálum mannkynsins; lækningin við öllum þess
meinum: Þjóðemisstefncm:“2
Málgögn þjóðemissinna, „Island" og „Mjölnir", vörðu
miklu rúmi til að flytja fréttir frá Þýzkalandi. T.d. bar „Is-