Saga - 1976, Side 53
NAZISMI Á ÍSLANDI
47
land“ mikið lof á Hitler, er hann gekk á milli bols og höfuðs
á foringjum stormsveitanna 30. júní 1934. Taldi blaðið, að
Hitler hefði sýnt styrk og snarræði og bjargað velferð
heillar þjóðar. Einnig voru íslenzku dagblöðin vítt harð-
lega fyrir að breiða út róg og lygar um þessa atburði.3
»lsland“ og „Mjölnir“ fluttu einnig ýtarlegar fréttir af
Hokkum þjóðernisjafnaðarmanna í Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð, Hollandi, Tékkóslóvakíu og fleiri löndum. Var greini-
le&t, að íslenzkir þjóðernissinnar þóttust finna til skyld-
leika við þessa flokka. Þá fluttu „lsland“ og „Mjölnir“
fréttir af borgarastyrjöldinni á Spáni og tóku málstað upp-
i'eisnarmanna. Einnig birti „lsland“ fastan þátt, sem var
kallaður „Frá Sovét“, en þar voru fluttar fréttir frá Sovét-
rikjunum, og stungu þær algjörlega í stúf við þær fréttir,
sem „Verklýðsblaðið“ flutti frá sama landi.
XIII. BlaSaútgáfa — Þátttaka í alþingiskosningum —
Stefnugagnrýni — Þjóðfylkingaráform.
Eins og þegar hefur verið skýrt frá, sameinuðust Þjóð-
ernishreyfing Islendinga og Flokkur þjóðernissinna á Is-
landi í marz 1934, en nokkru áður, nánar tiltekið fyrsta
sunnudag í sjöviknaföstu, höfðu nokkrir háskólastúdent-
ai' stofnað Félag þjóðernissinnaðra stúdenta, og var for-
maður þess kjörinn Bjarni Jónsson stud. med. Félagið
, f að gefa út tímaritið „Mjölni“, og kom fyrsta tölublaðið
ut í marz 1934, en alls komu út sex tölublöð það ár. Ábyrgð-
armenn þess voru Bjarni Jónsson stud. med. og Guttormur
Erlendsson stud. jur. Hinir þjóðernissinnuðu stúdentar
uvaðust ekki ætla að standa lengur óvirkir hjá og horfa
a, hvernig öllu væri siglt í strand. Aðaláhugamál þeirra
var baráttan gegn marxistum, og sögðu þeir, að Sjálf-
sHeðismenn hefðu farið með öll völd í öllum félagsskap
stúdenta og ekki barizt gegn marxistum, heldur flotið sof-
andi að feigðarósi, og eins væri það í þjóðfélaginu.1
Hr. Jón Vestdal hafði verið kjörinn fyrsti formaður