Saga - 1976, Page 54
48
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
Flokks þjóðernissinna, en hann gat lítið sinnt því starfi
vegna f jarveru, og kom það því í hlut Helga S. Jónssonar
að hafa forystu fyrir flokknum fyrsta árið.2 Fyrsta verk-
efni flokksins eftir sameininguna var að hefja undirbún-
ing að útgáfu málgagns. Blað flokksins hlaut nafnið
„Island“, og kom fyrsta tölublaðið út 1. maí 1934, en
fyrsti ritstjóri blaðsins var Guttormur Erlendsson stud.
jur., og gegndi hann því starfi fram í maí 1936. Auk hans
skrifuðu þeir Helgi S. Jónsson og Jón Aðils manna mest
í blaðið, en margar greinar í því voru annaðhvort nafn-
lausar eða birtust undir dulnefnum. Útgáfa blaðsins gekk
allskrykkjótt fyrsta árið, enda átti það í nokkrum fjár-
hagserfiðleikum, þó að engir launaðir starfsmenn störfuðu
við það.3 Komu aðeins 10 tölublöð af blaðinu árið 1934.
Hinn 1. maí 1934 gekk fánalið þjóðernissinna í fylkingu
um götur bæjarins. í fararbroddi fylkingarinnar voru
bornir tveir hakakrossfánar og íslenzki fáninn. Að þýzkri
fyrirmynd voru þjóðernissinnar andvígir stéttabaráttunni
og í samræmi við það var kjörorð þeirra 1. maí á þessa
leið: „Stétt með stétt er kjörorð dagsins. Þjóðin samein-
uð í eina sterka starfandi heild er markið.“4 Fánaliðarnir
voru einkennisklæddir, og var einkennisbúningurinn spari-
buxur fánaliðanna, grá skyrta, bindi, leðuról um öxl og
blátt armbindi með rauðum hakakrossi á hvítum grunni.5
Þess má geta, að um þessar mundir höfðu allir stjórn-
málaflokkarnir nema Framsóknarflokkurinn einkennis-
búnar ungliðasveitir á sínum snærum. „Morgunblaðið" fór
lofsamlegum orðum um göngu fánaliðsins. Sagði það, að
fylking þjóðernissinna hefði verið langglæsilegust og úti-
fundur þeirra við Miðbæjarbarnaskólann langtum fjöl-
mennari en fundir kommúnista og jafnaðarmanna.6 Göng-
urnar 1. maí urðu fastur liður í starfsemi Flokks þjóðern-
issinna, og var hin síðasta farin 1938.
Flokkur þjóðernissinna tók þátt í alþingiskosningunum
1934, þó að fullyrt væri í blaði hans, að kosningar væru
stórfelldur skrípaleikur, sem væri endurtekinn á fjögurra