Saga - 1976, Side 57
NAZISMI Á ÍSLANDI
49
ára fresti eða oftar, ef þurfa þætti.7 Flokkurinn bauð fram
í Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Vestmannaeyj-
Sex efstu sætin á lista hans í Reykjavík, F-listanum,
skipuðu Helgi S. Jónsson verzlunarmaður, Baldur John-
sen stud. med., Guttormur Erlendsson ritstjóri, Jón Aðils
símamaður, Marínó Arason verkamaður og Knútur Jóns-
son bókari. 1 Gullbringu- og Kjósarsýslu var Finnbogi Guð-
mundsson útgerðarmaður í kjöri af hálfu þjóðernissinna
°g í Vestmannaeyjum Óskar Halldórsson útgerðarmaður.8
Þar gáfu þjóðernissinnar úr blaðið „Þjóðernissinninn" fyr-
lr kosningarnar og komu út tvö tölublöð af því.
Fyrir kosningarnar gaf flokkurinn út nokkurs konar
stefnuskrá, sem var kölluð Markmið og dægurmálaviðhorf,
°g var það birt í málgagni hans, „lslandi“. Markmiðið var
hið sama og birtist í 1. tbl. „íslands" og vitnað var til hér
a8 framan, en dægurmálaviðhorfið var hins vegar nýtt
af nálinni. 1 því vekur mesta athygli sú krafa þjóðemis-
S1nna, að allir þeir, sem gangi með arfgenga kvilla eða
séu óhæfir til að ala upp afkvæmi sín, verði gerðir ófrjó-
lr- Einnig vildu þjóðernissinnar gera alla bændur sjálfs-
eignabændur og lögleiða óðalsrétt, þannig að óðulin gengju
1 erfðir og hvorki væri leyfilegt að selja þau né veðsetja.
Eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan, eru þess-
ar tvær kröfur orðnar til fyrir áhrif frá þýzkum nazist-
nm. Að öðru leyti vildu þjóðernissinnar láta rannsaka, hve
toikla möguleika landið hefði að geyma til iðnaðar og hrá-
efnaframleiðslu, efla innlendan iðnað, færa fiskiflotann
1 nýtízku horf, gæta sparnaðar í hvívetna, koma á fót trygg-
117gum handa öllum og slíta sambandinu við Dani eins fljótt
°g auðið væri.9 Hinum stjórnmálaflokkunum, sem þjóð-
ernissinnar kölluðu jafnan stéttaflokkana, fundu þeir flest
foráttu og töldu þá óalandi og óferjandi. Þá sökuðu þeir
Sjálfstæðisflokkinn um að hafa stolið kjörorði þjóðernis-
sinna, „stétt með stétt“.10
Erslit alþingiskosninganna urðu þau, að þjóðernissinn-
ar fengu 215 atkvæði (1.4%) í Reykjavík, og var fylgistap
4