Saga - 1976, Page 61
NAZISMI Á ÍSLANDI
53
að gera 9. nóvember 1935 að degi þjóðfylkingarinnar. Þá
um kvöldið héldu þeir fund í K.R.-húsinu, en andstæð-
ingar þeirra, kommúnistar og jafnaðarmenn, fjölmenntu á
fundinn og hleyptu honum upp.21 „Morgunblaðinu“ þótti
lítið til frammistöðu þjóðernissinna koma, eins og eftir-
farandi ummæli eru til marks um:
„Um nazistana er það annars að segja, að þeir hafa brotið
með öllu af sér það litla fylgi, sem þeir kunna að hafa haft.
— Þeir boða til fundar með bægslagangi og bumbuslætti og
eru svo guðsvolaðir vesalingar, að þeir láta rauða dótið fleygja
sjer út af sínum eigin fundi ... Verður nazistunum ekki gefið
annað betra heilræði en labba sig niður í Iðnó og horfa vel á
Jón sterka í Skugga-Sveini. Þar sjá þeir spegilmynd af sjálf-
um sjer. Nazistaflokkurinn íslenski er „Jón sterki“ í stjórn-
málum okkar, álíka mikill í munninum og álíka öruggur til
stórræða og nafni hans í Skugga-Sveini“.22
Harla lítið varð úr þjóðfylkingaráformum þjóðernis-
sinna, því að þjóðin virtist ekki hafa fundið sinn vitjun-
artíma.
I kosningum til Stúdentaráðs 18. nóv. 1935 hlutu þjóð-
ernissinnar einn mann kjörinn, lýðræðissinnar einn og
róttækir stúdentar þrjá.23 1 árslok 1935 var kosin ný
stjórn í Stúdentafélagi Reykjavíkur, og voru eingöngu
kosnir þjóðernissinnar í hana. Stjórnina skipuðu Bjarni
Jónsson cand. med., formaður; ólafur P. Jónsson stud.
med., ritari, og Ólafur Geirsson stud. med., gjaldkeri.24
tttgáfa „lslands“ gekk allvel 1935 og komu út 39 tölublöð
af blaðinu, en níu tölublöð af „Mjölni“.
XlV. Blómaskeiö flokksins — Dagbókin hans Eysteins —
Þjóöfylking í Háskólanum — Endalok Flokks
þjóöernissinna.
Árið 1936 var starfsemi Flokks þjóðernissinna með
mestum blóma. Flokksfélagar voru þá um 300, en lang-
flestir þeirra voru á aldrinum 15—20 ára, þannig að þeir