Saga - 1976, Síða 62
54
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
komu flokknum ekki að gagni í kosningum.1 Þjóðernis-
sinnar áttu talsverðu fylgi að fagna í ýmsum skólum, svo
sem Menntaskólanum, Verzlunarskólanum og Iðnskólan-
um, en skólastjórar tveggja síðastnefndu skólanna voru
mjög vinsamlegir í garð þjóðernissinna.2 Þá má geta þess,
að árið 1934 gáfu þjóðemissinnar í Iðnskólanum út blað,
sem þeir kölluðu „Birtir af degi“, og komu út tvö tölublöð
af því. Þjóðernissinnar nutu einnig töluverðs fylgis í Há-
skólanum, einkum í læknadeild.
Starf flokksins í Reykjavík fór að langmestu leyti fram
í Félagi ungra þjóðernissinna, þar eð langflestir flokks-
félagar voru innan við tvítugt. Heita má, að allir flokks-
félagarnir í Reykjavík hafi verið í fánaliðinu, en þjóð-
ernissinnar lögðu áherzlu á, að það væri sem fjölmennast,
er það kom fram 1. maí og við önnur tækifæri.3 Auk
flokksdeildarinnar í Reykjavík störfuðu deildir í Vest-
mannaeyjum, á Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Eskifirði
og í Keflavík og Hafnarfirði. Utan Reykjavíkur voru deild-
irnar í Vestmannaeyjum, Keflavík og á Siglufirði fjöl-
mennastar.4
Fjár til flokksstarfsins var aflað með félagsgjöldum
og frjálsum framlögum flokksfélaga, en að auki styrktu
ýmsir einstaklingar innan Sj álfstæðisflokksins Flokk þjóð-
ernissinna með mánaðarlegum fjárframlögum. Var al-
gengt, að þessir styrktarmenn létu 10—15 krónur af hendi
rakna mánaðarlega, en sá örlátasti 60 krónur. Þetta fé
kom í góðar þarfir, því að flokkurinn átti alla tíð í fjár-
hagsvandræðum, m. a. í sambandi við útgáfu „Islands".
Ástæðan til þessa örlætis ýmissa Sjálfstæðismanna var
sú, að þeir litu á Flokk þjóðernissinna sem eins konar ungl-
ingadeild í Sjálfstæðisflokknum,5 þó að engin tengsl væru
á milli þessara flokka önnur en þau, að þeir voru sam-
mála í afstöðunni til Framsóknarflokksins, Alþýðuflokks-
ins og Kommúnistaflokksins.
Um miðjan marz 1936 bar það til tíðinda, að lögreglan
gerði húsrannsókn í skrifstofu Flokks þjóðernissinna.