Saga - 1976, Qupperneq 63
NAZISMI Á ÍSLANDI
55
Ástæðan var sú, að tveir fánaliðar sendu félögum sínum
fundarboð og gátu þess um leið, að fánaliðar mættu eiga
von á því, að á þá yrði ráðizt 1. maí n.k., og yrðu þeir að
vera reiðubúnir að sjá einn eða tvo af félögum sínum
bggja dauða eftir á vígvellinum. Yfirvöldin fylltust skelf-
ingu, er þau komust yfir eintak af fundarboðinu og lásu
um hinar væntanlegu blóðsúthellingar. Ekkert kom í Ijós
við húsrannsóknina, og féll málið niður við svo búið.6 Er
helzt álitið að lögreglan hafi átt von á því að finna vopn
ú skrifstofu þjóðernissinna.
Plokksþing Flokks þjóðernissinna var haldið 13. maí
1936. Fráfarandi stjórn baðst undan endurkosningu, og
var Jón Aðils kosinn formaður flokksins, en aðrir í stjórn
voru Jens Benediktsson og Sigurður Ó. Sigurðsson. Hinn
17. maí skipaði Jón Aðils Óttar Proppé formann Félags
ungra þjóðernissinna,7 en hann lét af því starfi um miðj-
an júní, og tók Jón Þ. Árnason við því.8
Það vakti mikla athygli, er þjóðernissinnar komust yfir
dagbók, sem Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra liafði
haldið árið 1935, þegar hann var á ferðalagi erlendis á
vegum ríkisstjórnarinnar til að útvega lán. Þjóðernissinn-
ar birtu nokkrar glefsur úr dagbókinni í 37. tbl. „Islands",
sem kom út 26. september 1936, en í henni var m. a. að
finna upplýsingar um lántökur ríkisstjómarinnar erlend-
is, svo og ýmsar aðrar upplýsingar, sem voru algert trún-
aðarmál og ekki var gert ráð fyrir, að yrðu birtar opin-
berlega. Var „lsland“ gert upptækt ogþrír þjóðernissinnar
hnepptir í gæzluvarðhald. Forsaga málsins er sú, að þekkt-
ur Sjálfstæðismaður komst yfir dagbók Eysteins.9 Ekki
er kunnugt um, með hvaða hætti hann náði í bókina, en
í ljós kom, er dagbókarmálið var á döfinni, að nokkrir
Álþýðuflokksmenn höfðu selt fornbóksala bækur úr bóka-
safni Eysteins. Téður Sjálfstæðismaður bauð ritstjórum
>,Morgunblaðsins“ að hagnýta sér það, sem var að finna í
dagbókinni, en þeir kærðu sig ekki um það. Þá sneri hann
sér til Jóns Þ. Árnasonar, sem var afgreiðslumaður „Is-