Saga - 1976, Page 66
58
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
inn að sýna og sanna, að fylgi hans færi ört vaxandi, en
að öðru leyti yrði kosningaskrípaleikur stéttaflokkanna lát-
inn afskiptalaus. Jafnframt var skorað á flokksmenn að
safna þrótti og þreki fyrir bæjarstjórnarkosningamar í
janúar 1938, því að þá myndi flokkurinn skapa sér áhrifa-
stöðu.20 Finnbogi Guðmundsson fékk 118 atkvæði (4.9%)
í Gullbringu- og Kjósarsýslu (1934 fékk hann 84 atkvæði).
Samtals fékk flokkurinn 0.2% atkvæða í alþingiskosning-
unum 1937.21
Þess sáust merki árið 1937, að farið var að draga úr
starfsemi Flokks þjóðernissinna. Kom þetta fram í því,
að flokkurinn bauð aðeins fram í einu kjördæmi það ár og
að einungis komu út 15 tölublöð af „Islandi", málgagni
hans, og fjögur af „Mjölni“. Hins vegar starfaði flokks-
deildin í Vestmannaeyjum af nokkrum krafti, því að hún
gaf út blaðið „Frón“ árin 1937—38. Fyrra árið komu út
17 tölublöð, en hið síðara sjö.
1 bæjarstjórnarkosningunum 1938 bauð Flokkur þjóð-
ernissinna fram í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Þjóð-
ernissinnum gekk nokkuð erfiðlega að koma saman lista
í Reykjavík, en það tókst að lokum.22 Fimm efstu sætin
á lista þeirra í Reykjavík, D-listanum, skipuðu Óskar Hall-
dórsson, Jón Aðils, Ingibjörg Stefánsdóttir, Sigurjón Sig-
urðsson og Teitur Finnbogason. Þjóðernissinnar kváðust
draga strik yfir hugtökin hægri og vinstri í stjómmálum.
Flokkur þeirra væri flokkur framtíðarinnar, og óánægðir
menn úr öllum flokkum streymdu nú undir merki hans.23
Þjóðernissinnar höfðu gert sér vonir um að fá einn
mann kjörinn í Reykjavík og Vestmannaeyjum, en þær
vonir brugðust hrapallega. I Reykjavík fékk flokkurinn
277 atkvæði (1.4%), en hefði þurft að fá rúmlega 1400
til að koma manni að. I Vestmannaeyjum fékk hann 62
atkvæði (3.4%) og engan mann kjörinn.24 Þjóðernissinn-
ar gáfu þá skýringu á kosningaúrslitunum, að Sjálfstæðis-
flokknum hefði tekizt með fullkomnum óþokkabrögðum
að véla atkvæði frá Flokki þjóðernissinna.25 En „Morg-