Saga - 1976, Side 67
NAZISMI Á ÍSLANDI 59
unblaðið" hafði þetta að segja um kosningaúrslitin og
Flokk þjóðernissinna:
„Undanfarin ár hafa andstæðingar Sjálfstæðismanna reynt
að gera flokkinn tortryggilegan með því að halda því fram,
að innan flokksins væru öfl, sem óskuðu eftir að sveigja stefnu
flokksins í einræðisátt, til Nazismans. Sennilega hefir sá róg-
ur lítinn árangur borið. Nú er hann sjálfdauður.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins til þeirra manna, sem lítils-
virða íslenskt þjóðerni og þjóðmenningu, með því að óska þing-
ræði feigt og lýðræði fótum troðið, var sú við nýafstaðnar
bæjarstjórnarkosningar, að þeir skyldu gera sem þeim sýnd-
ist, reyna sig, hvaða fylgi þeir hefðu.
Það kom í ljós, að hér í Reykjavík fylgir þessum mönnum
tæplega 1% % allra kjósenda. Þeir verða því ekkert lóð á
neinni metaskál, þeir verða ekki neitt. Sem flokkur hafa þeir
lognast út af.
Þannig hefir Sjálfstæðisflokkurinn kæft öfgastefnuna til
hægri. Þaðan þarf ekki að óttast um nein óvænt tíðindi í þjóð-
mála- eða stjórnmálalífi voru“.26
„Morgunblaðið" reyndist sannspátt. Eftir ófarirnar í
bæjarstjórnarkosningunum lagðist öll starfsemi á vegum
Flokks þjóðernissinna smám saman niður. Fánaliðið fór
í sína síðustu göngu 1. maí 1938, og dansleikir flokksins á
Hótel Borg höfðu lagzt niður nokkru áður.27 Þrjú tölu-
blöð komu út af „Mjölni", hið síðasta í maí 1938. Af „Is-
landi“ komu einnig út 3 tölublöð, hið síðasta 20. desember
1938. Síðasta lífsmark flokksins var bæklingurinn „Mark-
ífiið Flokks þjóðernissinna", sem kom út í marz 1939. Hann
var eftir Jón Aðils, sem hafði verið kosinn formaður flokks-
ms á fundi Reykjavíkurdeildarinnar í apríl 1938, en sú
kosning var staðfest á flokksþingi þjóðernissinna í októ-
ber sama ár.28 Veturinn 1939—40 starfaði á vegum þjóð-
ei'nissinna í Reykjavík málfundafélagið Mjölnir, en eftir
Það héldu þjóðernissinnar sellufundi allt til ársins 1944.29
Hinn þeirra, er tók þátt í sellufundunum, var Jón Þ. Árna-
son. Hann hefur skýrt svo frá, að árið 1944, þegar sýnt
var, að Þjóðverjar myndu tapa stríðinu, hafi flestir þeirra,