Saga - 1976, Qupperneq 68
60
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
er sóttu sellufundina, ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokk-
inn og reyna að gera hann fasistískan, en svo er að sjá,
að sú ráðagerð hafi farið út um þúfur.
Eins og greint hefur verið frá hér að framan, var Flokk-
ur þjóðernissinna nazistaflokkur, sem sótti fyrirmyndir
sínar og stefnu til Þýzkalands. Hins vegar fékk hin naz-
istíska stefna hans lítinn hljómgrunn meðal landsmanna
þrátt fyrir kreppu og atvinnuleysi öll árin, sem hann starf-
aði. Flokkurinn hlaut afar lítið fylgi í þeim kosningum,
sem hann tók þátt í, en hlutfallslega var fylgi hans mest
í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Vestmannaeyjum. 1 þess-
um kjördæmum var sjávarútvegur aðalatvinnuvegur íbú-
anna, og er hugsanlegt, að óánægja með afkomu útgerðar-
innar hafi átt sinn þátt í því, að fylgi flokksins var tiltölu-
lega mikið í þessum kjördæmum. Flokkurinn hlaut svo
lítið fylgi í þeim kosningum, sem hann tók þátt í, að borin
von var, að honum tækist að fá menn kjörna á þing eða
í bæjarstjórnir. Þetta varð svo til þess, að flokkurinn fékk
hægt andlát í árslok 1938.
Erfitt er að gefa viðhlítandi skýringu á því, að Flokk-
ur þjóðernissinna hlaut jafn lítið fylgi og raun bar vitni,
en þó má benda á, að flokkurinn var að því leyti ólíkur
öðrum nazistaflokkum, að hann skorti óumdeildan for-
ingja. Þau fimm ár, sem hann starfaði, gegndu fjórir menn
starfi flokksformanns. Sennilega hefur það átt sinn þátt
í, hve flokknum varð lítið ágengt, að hann hafði ekki yfir
að ráða forystumönnum, sem höfðu til að bera persónu-
töfra og gátu náð til fjöldans. Ein skýring á fylgisleysi
flokksins er sú, að honum tókst ekki að vinna kjósendur
frá Sjálfstæðisflokknum, en helzt var við því að búast,
að þjóðemissinnar fengju fylgi þaðan. Athyglisvert er, að
þeir kenndu jafnan Sjálfstæðisflokknum um, hve lítið fylgi
flokkurinn fékk.
Því hefur oft verið haldið fram, að félagar í Flokki
þjóðernissinna hafi nær eingöngu komið frá efnuðum heim-
ilum á þeirra tíma mælikvarða. Þetta er ekki alls kostar