Saga - 1976, Page 69
NAZISMI Á ÍSLANDI
61
rétt. Að vísu kom allstór hópur flokksfélaga úr slíku um-
hverfi, en auk þess voru í flokknum iðnnemar, verzlunar-
menn, iðnaðarmenn, sjómenn og verkamenn. Þá má benda
á, að sjálfir lýstu þjóðernissinnar sér sem „nokkrum ung-
um umkomulitlum mönnum“. Að öllu samanlögðu virðist
mega draga þá ályktun að allmargir þjóðernissinnar hafi
verið ungir og efnalitlir menn, sem höfðu margir hverjir
lítillar skólagöngu notið. Þeir voru óánægðir með hlut-
skipti sitt í lífinu og mótmæli þeirra komu fram í því,
að þeir gengu í Flokk þjóðernissinna og vildu rífa til
grunna ríkjandi þjóðskipulag og reisa á rústum þess nýtt
og betra þjóðfélag. En það var ekki eingöngu óánægja,
sem olli því, að menn gengu í flokkinn, heldur líka aðdá-
un á Adolf Hitler og þýzka nazismanum. Ýmsir trúðu því
í einlægni, að nazisminn væri lausn á vandamálum mann-
kynsins og væri það, sem koma skyldi.
TILVITNANIR
I- Stjórnmálaástandið á íslandi 1932—1933.
1) I þessum kafla er einkum stuðzt við þessi rit: Þórarinn Þór-
arinsson: Sókn og sigrar. Saga Framsóknarflokksins 1916—
1937, Rvík 1966; og Magnús Jónsson: Sjálfstæðisflokkurinn
fyrstu 15 árin, Rvík 1957.
II. Þingeyskur bóndi kemur til sögunnar.
1) Ákæran II, 3. tbl., 15. janúar 1934; Islenzk endurreisn I, 8. tbl.,
22. júní 1933.
2) Islenzk endurreisn I, 8. tbl., 22. júní 1933.
2) Jón II. Þorbergsson: Þjóðstjómarflokkur. Drög að stefnuskrá.
Rvík 1932, 3—14.
4) Jón H. Þorbergsson: Þjóðstjórnarflokkur, 15—16.
5) Grebing, Helga: Geschichte der deutschen Arbeiterbewegung.
Munchen 1970, 210.
III. Þjóðemishreyfing íslendinga stofnuð.
Stefnuskrá Þ.H.Í.
1) Islenzk endurreisn I, 8. tbl., 22. júní 1933.
2) íslenzk endurreisn I, 1. tbl., 11. maí; 2. tbl., 18. maí; 3. tbl.,
26. maí; 4. tbl., 1. júní 1933.
2) Islenzk endurreisn I, 25. tbl., 31. okt.; 26. tbl., 7. nóv.; 27. tbl.,