Saga - 1976, Page 77
TRAUSTI EINARSSON
Sprengisandsvegur og örlög hans
Leið Skálholtsbiskupa yfir Ódáöahraun og
höfuðdrœttir hins jar'öfræöilega bakgrunns slíkra
rannsóknarefna
1 upphafi vakti það eitt fyrir mér að leika mér að leit að hugs-
anlegri biskupaleið, með kort og loftmyndir sem hjálpargögn auk
samantekta þeirra Einars Sæmundsens og Ólafs Jónssonar. Birt-
ingu hafði ég ekki í huga, heldur miklu fremur að fá einhverja
áhugasama og vaska ferðamenn til að prófa þá hugmynd, sem ég
hallaðist að. Stutt samantekt lá þó í handraðanum í nokkur ár og
8'leymdi ég áætluninni, unz ég rakst nýlega á samantektina. Datt
mér þá í hug að bezta leiðin til að ná til áhugamanna til svona til-
raunar væri að birta samantektina, og var Saga reiðubúin til að
koma málinu á framfæri fyrir mig. En hún var í mínum augum
°f virðulegt tímarit fyrir svona fátæklega samantekt. Ég fór því
að auka ýmsu við sem snertir hestaferðir um landið að fornu og
nýju, svo sem um sennilegt ástand á Sprengisandsleið til forna og
orsök þess, að þessi leið lagðist niður. Kem ég þar inn á sögu
uppblásturs hér á landi, allt frá því að hann hófst af veðurfars-
legum ástæðum fyrir 2500 árum. Þá vík ég að uppruna landsvæða,
sem oftast eru kölluð grjót, og er árangur frostlyftinga í vetrar-
hörkum harðindaskeiða undir lok ísaldar. Kem ég þá að endurskoð-
un á hugmyndum um útbreiðslu jökla á þessum skeiðum. Þess gerist
°g þörf vegna fleiri atriða, sem hér koma við sögu.
1. Inngangsorð um biskupaleiðina yfir ódáðahraun.
Um þessa fornu, týndu leið Skálholtsbiskupa hefur margt
verið rætt og ritað í einar tvær aldir, án þess að sannfær-
a*idi tillaga um lausn gátunnar hafi ltomið fram.
Verður það mál aðeins rakið hér að litlu leyti, en vísað
í þess stað til ritsins Ódáðahraun, 1. bindi, eftir Ólaf Jóns-
son og til greina eftir Einar E. Sæmundsen í Hrakningum
°S heiðavegum, 2. bindi, sem þeir Jón Eyþórsson og Pálmi