Saga - 1976, Page 78
70
TRAUSTI EINARSSON
Hannesson gáfu út, en í þessum ritum er getið eldri heim-
ilda. Ég gríp hér á þeim atriðum, sem mér finnst að skipti
mestu máli.
Skoðanir hafa verið mjög skiptar um það hvar leið bisk-
upanna hafi legið. Hugmyndunum má skipta í tvo flokka.
Sumir hafa beint athyglinni að svokölluðum Vatnajökuls-
vegi, þ. e. leið norðan Tungnafellsjökuls, um Gæsavötn,
Dyngjuháls og Urðarháls á sandana sunnan Dyngjufjalla,
og þaðan á greiðfæra leið í Herðubreiðarlindir, svo og í
Hvannalindir. Þessa leið fór danski náttúrufræðingurinn
Schythe 1837 með íslenzkum fylgdarmönnum sínum, en
hreppti stórhríð á leiðinni og björguðust þeir við illan leik
til byggða. Eftir þessari hrakningaferð verður leiðin vart
metin, og þó var þetta um hásumarið. Hins vegar fór Þor-
valdur Thoroddsen leiðina austur frá Gæsavötnum 1884,
og fleiri hafa farið þessa leið á hestum. Hún er sæmilega
fær í góðu veðri, en liggur allt upp í 1160 m hæð eða svo,
sumstaðar upp brattar brekkur, og á Dyngjuhálsi eru
hraun ógreiðfær.
Þessi leið kann auðvitað að hafa verið farin eitthvað
milli Austur- og Suðurlands á fyrri tíð, og á ég þá eink-
um við fyrstu aldir Islandsbyggðar þegar jarðvegur hefur
sennilega verið nokkuð víða inn til hálendisins og um
leið hagar og áningarstaðir verið fleiri en síðar var.
En þessi leið liggur vissulega ekki um Kiðagil, sem hefði
verið mjög úr leið. Hins vegar hlaut Kiðagil að vera ákjós-
anlegur áningarstaður norðan Sprengisands, einnig þótt
gróður hefði verið meiri á hálendinu en nú er. Ástæðan
er sú augljósa staðreynd, að í Kiðagili lækkar leiðin mjög,
eða um nærri 400 m frá hæsta kafla Sprengisands, og hér
var raunar komið mjög nærri byggð meðan hún var enn
á Krókdal.
Vesturhlíð dalsins meðfram Skjálfandafljóti hefur lengi
verið viði vaxin alla leið inn undir Kiðagil, og enn er til
örnefnið Smiðjuskógur upp frá Helgastöðum, þar sem
haugur af járnsora ber vitni um kolagerð og járnvinnslu.