Saga - 1976, Síða 79
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS
71
Það var auðvitað feykilegur munur fyrir lest að ná slík-
um áningarstað sem Kiðagili, eftir erfiðan áfanga og ef
til vill slæmt ferðaveður (sbr. Schythe-ferðina), í stað
þess að stefna enn hærra og í lélega eða nærri enga haga,
t. d. Gæsavötn, eða þá að halda viðstöðulaust út á verstu
torfærur leiðarinnar á Vatnajökulsvegi.
Af þessum sökum verður lang-sennilegast að gera ráð
fyrir Kiðagili sem áfangastað á leið biskupa, og þá er þar
upphaf hins torfundna leiðarkafla austur yfir Ódáðahraun,
enda er það í beztu samræmi við sagnir. En hvar lá þá
leiðin yfir Ódáðahraun, eða ördeyðuhraun eins og Þór-
hallur Vilmundarson hefur skýrt nafnið? (Skýringin er
aðgengileg, þegar nútímaástand er haft til viðmiðunar,
og þeim mun sennilegri sem nafnið er yngra, því að á
fyrstu öldum byggðarinnar hefði skýringin ef til vill síð-
ur átt við. Sjá síðar).
Flestir virðast hafa álitið, að hraunaleiðin hafi
legið yfir Frambruna eða Suðurárhraun og sem næst
í Suðurárbotna, sem auðvitað voru góður áningarstaður.
Þaðan gat verið um tvær stefnur að ræða, annaðhvort
norður með og í gegnum Herðubreiðarfjöll, eins og Þor-
valdur Thoroddsen áleit, eða austur yfir Útbruna og síð-
an milli Kollóttudyngju og Herðubreiðar í Grafarlönd og
að Ferjuási. Virðist ólafur Jónsson hallast að þeirri leið
í Ódáðahraunsbók sinni.
En hvor af þessum stefnum sem valin er, þá eru þetta
hinar mestu vegleysur og ekki undir 50 km leið á hraun-
um. Frambruninn og Suðurárhraun, sem eru nyrzti hluti
Brunans, eru ákaflega úfin, og vafasamt hvort nokkur
hestaleið er yfir Frambrunann. Yfir Suðurárhraun eru
til þrjár leiðir með hesta, að sögn Ólafs, og liggur ein úr
Kolmúladal í Suðurárbotna, en hinar liggja vestar. Austur-
hluti Útbrunans og hraunin vestan og norðan Herðubreið-
ai' eru mjög óslétt og mikið vafamál að kleift sé að brjót-
ast með hestalest yfir hraunin, sem liggja að Grafarlöndum.
Leiðin norður með og gegnum Herðubreiðarfjöll er há