Saga - 1976, Page 80
72
TRAUSTI EINARSSON
á kafla og yfir gjár og ill hraun að fara, og virðist mér
lítið samræmi milli tillögu Þorvalds um þessa „biskupa-
leið“ og lýsingar hans á því stríði sem hann átti þarna í
vegna opinna gjánna.
Ummæli mín um „heimreiðina“ í Grafarlönd eða gjárn-
ar á svæði Herðubreiðarfjalla eru óháð því, hvaða tíma
Islandssögunnar er miðað við, því að meiri jarðvegur að
jafnaði á elztu hraununum á fyrri öldum sögunnar snertir
þessi atriði lítið eða ekki, að því er ég fæ séð.
2. Jarðvegur og jarðsaga.
Hér þykir mér hins vegar rétt að fjalla nokkuð ræki-
lega um jarðvegsþekjuna á fyrri öldum, uppruna hennar
og eyðingu og sambandið við sveiflur tíðarfars milli hlý-
viðris- og kuldaskeiða, sem einkenna tímann frá lokum
síðustu ísaldar. Sú saga er nú orðin allvel kunn eftir
rannsóknir margra, þeirra frumherjanna Þorvalds Thor-
oddsens og Guðmundar Bárðarsonar, og síðar Guðmund-
ar Kjartanssonar, Sigurðar Þórarinssonar og Þorleifs Ein-
arssonar o. fl. Ég mun þó ekki fjalla um málið eins og
rannsóknum sé lokið, heldur líta svo á, að einnig þessi
saga sé að sjálfsögðu til umræðu og þurfi að sumu leyti
endurskoðunar við.
Síðasta ísaldarskeiðs gætti um alla jörð. Á landi, sjó
og í lofti lækkaði hitastig, og undir lokin og síðar gætti
margra veðurfarssveiflna, þó að jöklar mynduðust aðeins
þar sem skilyrði voru fyrir þá; hálendi og næg úrkoma,
svo sem var og er enn hér á landi. Hámarkið í hitafalli
var fyrir um 18000 árum, þótt þessi ísöld hæf-
ist fyrir um 70000 árum. Þegar hæst stóð, var Island
mjög hulið jöklum. Háir rindar út til stranda, eink-
um á Mið-Norðurlandi og Austfjörðum, virðast hafa stað-
ið upp úr sem jökulsker (núnatakkar), og á Vestfjörðum
munu veruleg svæði hafa verið íslaus þótt þar þurfi enn
betri könnun. Fyrir eitthvað 12—13 þúsund árum hafði
meginjökullinn rýrnað það mikið, að jaðarinn var kominn