Saga - 1976, Page 81
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS 73
inn á láglendi á Suðvesturlandi, en óvíst hefur verið um
önnur strandsvæði, og nú er hægt að fara að fylgjast með
hopun jökuljaðarsins. Á kuldaskeiðum stóð jaðarinn sem
næst kyrr þótt jökullinn væri á skriði og flytti gi'jót, sand
og leir með sér og myndaði garð við jaðarinn vegna þeirr-
ar bráðnunar sem hélt jaðrinum kyrrum. Slíkur garður
liggur þvert yfir Álftanes við Skerjafjörð, og er skeiðið
sem garðurinn myndaðist á, nefnt Álftanesskeið og stóð
fyrir um 12 500 árum. Þetta kalda skeið er einnig kennt
við hina harðgeru holtasóley, þ. e. Holtasóleyjarskeiðið
fyrra.
Hörfunarstigum jökuls síðustu ísaldar hér á landi hefur
yfirleitt verið lýst á þessa lund, og í samræmi við þennan
skilning á Álftanesgarðinum og á ummerkjum jökuls frá
sama tíma við Kópasker dregur Þorleifur Einarsson hugs-
uð útmörk allsherjarjökuls á landinu á þessu skeiði (sbr.
bls. 18 í Þjóðhátíðarútgáfu af Sögu Islands I, 1974), og
uá þessi mörk víðast út fyrir landið.
En þetta lauslega útbreiðslukort er byggt á miklum
misskilningi, og skiptir það hér talsverðu máli. Álftanes-
jaðarinn er ekki jaðar heildarjökuls á landinu, heldur
staðbundins jökuls, sem ég mun hér kalla Bláfjallajökul.
Hann átti upptök sín á háhryggjasvæði Reykjanesfjall-
garðsins, mest á Bláfjallasvæðinu, teygði sig þaðan vestur
á bóginn, þar sem hann nærðist að verulegu leyti á snæ-
foki austan af hæstu svæðunum og rann allt vestur á Álfta-
nes og norður að Hafrafelli og upp í um 160 m hæð við
suðaustanvert Úlfarsfell. Og jökullinn sem skildi eftir sig
ummerki hjá Kópáskeri á sama tíma, var útskækill frá
Jökli, sem sat á Hólsfjalla-fjallgarðinum endilöngum; en
tungur runnu frá honum víða til lægri svæða, bæði til
Kópaskers og norður allan austurhluta Sléttu.
Með öðrum orðum var alls enginn allsherjarjökull á Is-
landi á Holtasóleyjarskeiðinu fyrra, og enn síður á því
síðara, sem var ekki eins kalt og hið fyrra. Jöklar sátu
í þess stað meira og minna einangraðir á hinum hærri