Saga - 1976, Side 82
74
TRAUSTI EINARSSON
svæðum eftir sömu lögmálum og núverandi jöklar og þar
sem sísnær gat safnazt fyrir og myndað jökla. Frá þessum
einangruðu jöklum náðu skriðjöklar víða niður á láglendi,
en jafnframt voru víðáttumikil íslaus svæði á fyrra Holta-
sóleyjarskeiðinu fyrir um 13500 árum og þar vann frost-
harkan það verk, sem ég vildi vekja athygli á og skýra:
þensla frosins grunnvatns, frostlyfting, umturnaði yfir-
borðinu og myndaði urða- eða grjótasvæði, sem algeng eru
hér á landi.
Frostsprenging. Hver sem fer suður frá Mýri í Bárðar-
dal, sannfærist um það að allt inn undir Kiðagil, að minnsta
kosti, hefur fyrr meir verið eins til tveggja mannhæða
þykkt jarðvegslag sem að stökum torfum undanteknum er
nú algerlega blásið burt, og eftir stendur basalturð sem
telja má allt að því ófæra hestum þótt farin sé í göng-
um. Ég á hér við kaflann milli Ishólsvatns og Mjóadals,
sem ég fór einu sinni með Bárðdælingum í göngur og
lærði ýmislegt af. Var mér raunar lítt skiljanlegt hvernig
hestarnir komust yfir urðina án þess að fótbrjóta sig.
Þessi urð er, að því er ég get skilið, ekkert annað en
hið frostsprengda bera basaltyfirborð, sem frostin á fyrra
Holtasóleyjarskeiðinu, fremur en því síðara, skildu eftir
sig. Þessi lausn skýrir betur hina geysimiklu þykkt jarð-
vegsins, sem til varð á hálsunum inn frá Mýri og gefur til-
efni til vandlegrar leitar að ummerkjum Alleröd- eða Saur-
bæjarskeiðsins í hinum þykku jarðvegstorfum þar, en svo
nefnist hlýrra skeið milli Holtasóleyjarskeiðanna. En
auk þess hefur hér verið bent á atriði í könnun tímabil-
anna fyrst eftir ísöld, þ. e. frostsprenginguna. Frostspreng-
ingin segir sína sögu og verður að fléttast inn í heildar-
myndina, en ég er hræddur um að henni hafi ekki verið
gefinn gaumur sem skyldi, og muni þar gæta áhrifa frá
erlendum kennslubókum, sem ekki taka tillit til hinnar
sérstöku berggerðar hér á landi, sem frostsprengingin
byggist verulega á, en það er ekki sízt sú lagskipting, sem
byggist á hraunauppruna bergsins.