Saga - 1976, Page 83
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS
75
Skal næst tilfært annað dæmi um frostsprengingn, sem
ég átti í fyrstu erfitt með að átta mig á, og er lærdóms-
ríkt, að mér sýnist.
Þegar farið var að byggja að ráði á Kópavogshálsi,
i’eyndist vera á honum þykkt moldarlag undir sléttu sand-
og fínmalarlagi, sem mér hafði virzt vera jökulmelur.
Ýtum var beitt á moldina þar sem komast þurfti á fast-
an grunn, en þá blasti við ný furða: Hið þykka moldarlag
var blandað stóreflis brotstykkjum úr samskonar grágrýti
og hálsinn er aðallega byggður úr. Gat það verið, að mold-
arlagið væri frá síðasta milliskeiði ísalda og jökull síð-
ustu ísaldar hefði ekki ráðið við að skafa burt moldina?
Nei, slíkt var fjarstæða. En nú á málið sér augljósa skýr-
ingu. Fljótlega eftir að jökuljaðar Álftanesskeiðsins tók
að hörfa, stóð sleikt og slétt grágrýtið á Kópavogshálsi
bert eftir, og opið fyrir vetrarfrostum sem enn voru hörð.
Frostsprengingin umturnaði grágrýtisyfirborðinu, og það
var í slíkri skjólríkri urð, sem gróðurinn festi fyrst rætur,
og er frostsprengingin þannig einnig atriði í landnámi
gróðursins. Frostsprengingin þama gat hafizt fyrir um
12 000 árum.
Birkiskeiðið fyrra var nú ekki langt undan. Það er talið
hefjast fyrir um 9 000 árum og er þar einkum miðað við
fi‘jókornagreiningar Þorleifs Einarssonar á mýraþver-
skurðum. Hugsanlega settist birkið og fleiri plöntur fyrr
að í skjólgóðum urðum eftir frostsprengingu en að þess
yrði vart í mýrajarðvegi, og væri þarna þá enn einn þátt-
ur frostsprengingar við könnun tímans eftir ísöld.
En það er ekki í mínum verkahring að meta hvort þetta
geti valdið teljanlegum tímamun milli tilkomu birkisins
í urðirnar og komu frjókorna þess fram í mýraþverskurð-
uui og legg ég það undir dóm Þorleifs og annarra frjó-
korna-manna.
Eins og ég mun víkja að síðar, var Þorvaldi Thoroddsen
fullljós hin mikla þýðing frostsprengingar, þegar hann
kom upp á basalturðina eða Grjótin upp af öxnadal aust-