Saga - 1976, Side 84
76
TRAUSTI EINARSSON
an við Skjálfandafljót 1884, en síðan virðist þess háttar
frostverkun gleymd, og athyglin hefur beinzt að allt öðr-
um áhrifum frostsins. 1 fræðibókum er rætt um að frost-
þrýstingur mjaki steinum úr hömrum eða hamrabrúnum,
sem svo falla niður hlíðar þegar ísinn þiðnar og þannig
myndist skriður, og svo beinist athyglin mikið að áhrif-
um frosts og þíðu á melum. 1 kennslubók Þorleifs Einars-
sonar, Jarðfræði, saga bergs og lands, 1968, er þessari
fyrirmynd fylgt og á bls. 133 stendur þetta um mela: „Við
frostþensluna lyftast smáir steinar og völur og ná síðan
ekki að falla í sama farið í næstu þíðu. Þannig lyftast
steinar smátt og smátt, svo að melar verða með tíman-
um þaktir grjóti. En einnig ber þess að gæta, að vindur-
inn feykir burt fínasta korninu og á því nokkurn þátt í
myndun grjótþekjunnar. Hins vegar nær frosti'ð' eklci að
lyfta stórum steinum vegna þyngdar þeirra (leturbreyt-
ing mín) eða þeir standa svo djúpt, að þeir ná niður úr
klakanum. Verða þá til holur yfir þeim, er jarðvegurinn
umhverfis lyftist." Lýsingin á vel við mela, en vegna ein-
blíningar á þá, slæðist inn sú meinloka, að stórir steinar
lyftist ekki vegna þyngdar sinnar. Það vantar viðspyrn-
una, eins og réttilega er getið til í seinni hluta setning-
arinnar. Því að ég hélt það almennt vitað, að ísþrýstingur
er gífurlegur kraftur. 1 þekktri kennslubók í eðlisfræði
segir, að ef járnkúla með 1 cm veggjarþykkt er fyllt með
vatni og henni lokað með skrúftappa, þá springi kúlan
þegar vatnið frýs. Þetta svarar til þess að þrýstingur íss-
ins innan frá sé 1000 kg/cm2, en það svarar til þrýstings
undan 3 800 m þykkri basaltplötu. Þegar vatn frýs á mót-
um efsta og næstefsta basaltlags, er auðveldasta þenslu-
leið upp, þ. e. lyfting á efsta basaltlaginu, og hún mundi
eðlilegast verða í mynd blakka, sem sprungur afmarka.
Lokaniðurstaðan er umturnun efsta lagsins, pæla, urð eða
það sem kallast Grjót. Það skyldi og athugast í þessu sam-
bandi, að í þíðu rennur leirgrautur um opnaðar sprungur
niður undir blokk, sem farin er að lyftast, og stuðlar svo