Saga - 1976, Page 85
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS
77
frostþrýstingur í þessu grautarefni að frekari lyftingu
hverrar blakkar í smáskrefum á hverjum frostavetri. Þetta
fyrirbæri allt sést mjög vel í ýmsum þverskurðum í tertí-
era blágrýtinu hér á landi, og hef ég lýst slíkum þver-
skurðum á prenti, og talið þetta fyrirbæri sterkustu sönn-
un sem ég þekki á miklum frostum á sumum skeiðum í
myndunarsögu hinna efri hluta tertíera basaltsins hér
á landi.
Malarlagið ofan á moldinni á Kópavogshálsi skil ég nú
þannig, að áfok sands og fínmalar, t. d. frá áreyrum, hafi
annað slagið átt sér stað í miklum stormum meðan moldar-
lagið var að myndast og þykkna, en þetta efni hafi
síðar setið eftir þegar uppblásturinn byrjaði á síðari
tímum þarna. Moldin fauk, en þessi grófari efni sátu
eftir og mynduðu smám saman sandmalarlag ofan á eftir-
stöðvum jarðvegsins. Af þessum ástæðum kynni hinn
forni jarðvegur að dyljast víðar undir slíkri fínmalarhúð
en nú er vitað um.
Það sem áður var sagt um útbreiðslu jökla á lokaskeið-
um ísaldar, skiptir og máli þegar ræða skal um Ódáða-
hraun.
Því vilji maður, í fyrsta lagi gera sér grein fyrir aldri
hrauna á Ódáðahraunssvæðinu og þá m. a. hámarksaldri,
verður fyrst að afla upplýsinga um það, hvenær þetta
svæði hafi verið orðið íslaust. Ályktun mín er sú, að það
muni hafa verið á hinu kalda Búðaskeiði fyrir um 11 000
urum, eða jafnvel á fyrra Holtasóleyjarskeiðinu, og
bví gætu t.d. aðaldyngjurnar eins og Trölladyngja o.fl.
hafa myndast þá. Á því svæði sem orðið var íslaust suð-
suðvestur frá Langjökli og allt suður á Reykjanes á
Álftanesskeiði eru margar gosdyngjur. Menn eru sammála
Uln> að hinar stærri, að minnsta kosti, séu mjög gaml-
ar svo að aldurinn gæti jaðrað við Búðaskeið. En nákvæma
aldursákvörðun vantar, því miður. Meðan svo er, bæði
Þar og að mestu í Ódáðahrauni, vildi ég beina athygli að
filraunum til aldursprófana á grundvelli frostsprenginga.